Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 36
Náttúrufræðingurinn
útfellingar sáust í þvagleiðurum og
nýrum hjá nokkrum fuglum. Vefja-
skoðun sýndi langvinnar bólgubreyt-
ingar og smáblæðingar í kringum
bandorma í slímhimnu smágarna, en
engar aðrar teljandi breytingar,
hvorki i göm né öðmm líffærum.
Bakteríuræktun úr lifur og hjarta var
neikvæð og úr göm ræktaðist bland-
aður gróður en ekkert sem benti til
sýkingar. Mótefnamælingar gegn
Newcastle-veiki og þremur afbrigð-
um inflúensu (H5, H7, H9) gáfu enga
svömn. Niðurstaða kmfninganna var
að dánarorsök væri kröm og líkast til
vegna fæðuskorts.
Til að átta sig betur á því hversu
rýrir þessir svartfuglar vom má bera
þyngd þeirra saman við þyngd heil-
brigðra svartfugla. Kristján Lillien-
dahl5 safnaði svartfuglum við ísland
í nóvember til maí á níunda ára-
tugnum. Meðalþyngd langvíu, sam-
einuð fyrir alla aldurshópa og bæði
kyn, var 1085 g (n = 124, s = 108)
samanborið við 630 g í okkar úrtaki
(n = 93, s = 56). A sama hátt var
meðalþyngd stuttnefju 1010 g (n =
40, s = 89) samanborið við 635 g hjá
5. mynd. Hungurdauður svartfugl: bringuvöðvar innfallnir og
enginfita hvorki á bringu né ham. - An emaciated alcidfrom the
2002-2002 wreck. Ljósm. Helgi Torfason.
okkur (n = 76, s = 65). Miðað við þess-
ar tölur var þyngd hordauðra lang-
vía 58% og hordauðra stuttnefja 63%
af þyngd heilbrigðra fugla!
Tíu álkur voru aldursgreindar;
vom níu þeirra á fyrsta ári og ein var
fullorðin. Þrjár álkur vom krufðar
og vom þær, líkt og langvíumar og
stuttnefjurnar, án fituforða og
bringan irtnfallin (4. tafla). Sama á
við um tvo haftyrðla og einn him-
brima, þ.e. rýrir og enginn fituforði
(4. tafla).
Umræða
Við höfum hér lýst atburðum þar
sem um 3900 langvíur og stuttnefjur
drápust úr hungri og rak upp á
fjömr á rannsóknasvæði á Norð-
austurlandi. Tölur sem þessar verða
alltaf lágmarksmat.6, 7 Hluti þeirra
fugla sem drepast úti á sjó berst
aldrei á land, heldur sundrast á hafi
úti. Eins tekur aftur út hluta þeirra
fugla sem á land berast. Einnig eru
þau hræ sem festir í fjörunni for-
gengileg og endast takmarkað. Þar
sem vom sandfjömr á okkar svæði
var greinilegt að bæði aldan og vind-
urinn grófu hræ í sand og sumir
fuglamir vom meira og minna á
bólakafi í sandi. Sama átti við þar
sem víðáttumiklar þanghrannir
voru í fjömm; þar grafast hræin í
þarabrúk. Máfar og fálkar ganga
mjög hart að hræjum og tæta þau
jafnvel í sundur. Þar sem bitin og
tætt hræ liggja í grjótfjömm bætast
marflær við, þannig að fljótlega er
lítið eftir af fuglinum annað en
beinagrind og hamur. Hræætumar
geta einnig borið hræin í burtu úr
fjörunni; fálkar geta t.d. borið hræ
drjúga leið áður en þeir setjast til að
gera að því, og sama á líklega við um
bæði tófu Alopex lagopus og mink
Mustela vison. Einnig var auðveldara
fyrir talningamenn að koma auga á
hræ í sandfjörum samanborið við
grjótfjörur.
Þessi óvissa við mat á fjölda
dauðra fugla á rannsóknasvæðinu
verður enn meiri þegar við reynum
að áætla hversu mikið í raun og vem
féll af svartfuglum á Islandsmiðum í
þessum atburðum. Engin leið er að
setja fram heildartölu fyrir landið og
4. mynd. Ólafur K. Nielsen kryfur svartfugla úr fellinum
veturinn 2001-2003. - Disecting alcids frotn the 2001-2002
ivreck. Ljósm./Photo: Helgi Torfason.
122