Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 38
Náttúrufræðingurinn vikum og mánuðum saman eftir að svartfuglarnir voru komnir á vetrarstöðvamar, þannig að fuglinn var smám saman að veikjast, eða gerðist það mjög snögglega að tók fyrir aðgang að æti? Hugmynd Mudge og félaga11 og Heubeck o.fl.10 er að þegar mikið af svart- fuglum drepst úr hungri endur- spegli það almennt slæmt ástand á vetrarstöðvunum. Samkvæmt þess- um hugmyndum hafa fuglamir búið við kröpp kjör langtímum saman og em komnir í lélegt líkamlegt form og því illa færir um að standa af sér skammvinn vetrarhret. Hretin leiða til þess að afföll sem ella dreifðust á langan tíma hellast yfir á nokkmm dögum og dauðan og deyjandi svartfugl rekur í miklum mæli. Uppmni langvíanna og stuttnefjanna og áhrif fellisins Hægt er að geta sér til um uppruna langvíanna og stuttnefjanna út frá endurheimtum merktra fugla. Af 65 langvíum í skrá Náttúrufræði- stofnunar, sem merktar vom á Is- landi (varpfuglar) og endurheimtar að vetrarlagi (frá október til loka mars), fundust 60 á Islandsmiðum (92%) og fimm við Færeyjar (8%). Af 14 íslenskum stuttnefjum náðust aðeins tvær (14%) að vetrarlagi við strendur Islands, en hinar höfðu ferðast í vestur og suðvestur og átta (57%) náðust við strendur Græn- lands og fjórar (28%) við strendur Nýfundnalands. Hvaðan koma þá allar þessar stuttnefjur sem drápust? Samtals sjö stuttnefjur merktar erlendis hafa fundist við strendur Islands að vetrarlagi (frá október til loka mars) og er þá meðtalinn fuglinn sem fannst í janúar 2002. Fjórir þessara fugla voru merktir í stuttnefjuvörpum á Svalbarða, tveir í vörpum á Bjarnarey og nýjasta endurheimtan er frá Finnmörku eins og fyrr segir. Þá hafa fimmtán langvíur merktar í útlöndum endur- heimst við Islandsstrendur á vetur- na. Fjórtán þessara fugla (93%) komu frá Bretlandseyjum og einn frá Færeyjum (7%). Samkvæmt þessum gögnum voru það að öllum líkind- um fyrst og fremst íslenskar lang- víur sem drápust í þessum felli en stuttnefjurnar voru væntanlega mestmegnis fuglar ættaðir frá Noregi og Svalbarða. Svartfuglastofnar við Island eru mjög stórir og á hverju ári drepast óhjákvæmilega hundruð þúsunda fugla af náttúrlegum ástæðum. Ahrif fellisins í desember 2001 til febrúar 2002 ráðast af því hvort þessi afföll leggjast við önnur náttúruleg afföll eða hvort þau sléttast út með því að það dragi úr öðrum affalla- þáttum.17, 18 í ljósi ólíkrar aldurs- samsetningar hjá stuttnefju og langvíu má búast við að áhrifin verði mismunandi á milli tegunda. Þannig er líklegast að áhrifa þessa fellis muni gæta strax vorið 2002 í stutt- nefjubyggðum á Svalbarða, Bjamar- ey og Finnmörku þar sem um var að ræða fullorðna kynþroska fugla. Aftur á móti er alls óvíst að lang- víufellisins muni gæta í íslenskum svartfuglabyggðum. Því veldur að langvíumar vom mestmegnis ókyn- þroska fuglar á fyrsta ári. Afföll á ungfuglum eru yfirleitt mikil og afhroð eins og stofninn beið veturinn 2001-2002 gæti haft þétt- leikaháð áhrif á aðra affallaþætti þannig að það dragi úr vægi þeirra. Langvíur verða ekki kynþroska fyrr en 4-5 ára19 þannig að ef svo ólíklega vill til að áhrifanna gæti í íslenskum vörpum, verður það vart fyrr en eftir nokkur ár í fyrsta lagi. SUMMARY A massive mid-winter wreck of alcids in Iceland On December 14th 2001, dozens of dead and dying alcids were washed ashore at Kópasker in northeast Iceland (Fig. 1). This was the first sign of a massive alcid wreck that lasted c. two months and cov- ered large areas of coastline in Iceland. After this first event, three waves of mass death were recorded. The first wave was at the end of December and the begin- ning of January when large numbers of alcids were washed ashore on the coast from Skagi on the north coast east to Borgarfjörður on the east coast. The sec- ond wave started c. 20 January and birds were washed ashore on coasts on the west, northwest and north part of the country (Snæfellsnes to Tjömes). The last wave started at the end of January or the beginning of February and dead birds were recorded being washed ashore from Strandasýsla in the west to Tjömes in the east (Fig. 2, Appendix 1). Fieldwork to establish numbers, species composition and physical condi- tions of birds killed in the wreck was con- ducted on 11-16 January in Öxarfjörður, Slétta and Þistilfjörður in northeast Iceland. Carcasses were counted on twenty-four 500 m long randomly select- ed transects on the coast of Öxarfjörður (Table 1). The number of carcasses per transect followed a negative binomial distribution. Arithmetic mean and 95% confidence limits were calculated using the normal approximation for large samples. Back-transformed mean and 95% confidence interval were 14.5 car- casses km-1 (9.8-21.1 carcasses km-1). A total of 720 fresh carcasses (< 30 days old) were identified during fieldwork, includ- ing 240 on the transects. Ninety-six per- cent of identified carcasses were two species, Common Guillemot Uria aalge and Brunnich's Guillemot Uria lomvia (Table 2). Scavengers had eaten of 87% of the carcasses found on the transects, 12% were intact and 1% were live birds (Fig. 3). The scavengers were gulls and Gyr- falcon Falco rusticolus. The coastline with- in the study area in northeast Iceland was 280 km long and the estimated total num- ber of carcasses there was 4,065 (95% con- fidence interval 2,740-5,915), 96% Common Guillemot and Brtinnich's Guillemot. It is difficult to get any reliable figure for the actual number of Uria spp. involved in this wreck. Based on observed densities of carcasses washed ashore and the extent of the wreck, whicli covered more than half of the coastline of Iceland, we can with confidence state that the figure is at least some dozens of thou- sands of birds for both species. A number of Common Guillemots and Brunnich's Guillemots, both from the study area and other areas, were dissect- ed (Tables 3 & 4, Fig. 4). Most of the Common Guillemots were immature birds (73%, n = 96, bursa of Fabricius pre- 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.