Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 41
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. viðauki. Heimildir frá fyrri tíma um felli svartfugla. - Information on earlier alcid wrecks in Iceland. Ár Year Athuganir Observations Heimild - References 1327 "Dó svartfygli svá margt um Vestfjörðu at eydd voru fuglberg um sumarit." Flateyjarannáll, Storm 1888. 1327 "Fjell svartfygli um Strandir norður svo at mikill fjöldi fannst liggja saman víða um fjörur ok á sjó fljóta en fuglbergit eyddist af því um sumarit." Gottskálksannáll, Storm 1888. 1708 "Rak af sjó mikil og fáheyrð mergð af svartfugl[i]." Setbergsannáll: bls. 203. 1797 "I vor hefur mergð af dauðum svartfugli rekið á land á milli Hrútafjarðar og Langaness. Dauður fugl er einnig á reki um allan sjó fyrir Norðurlandi." Jón Helgason 1982: bls. 235. 1841 "Fátt bar til tíðinda vetur þennan í Skagafirði, nema mikill fjöldi af svartfugli fló á land og dó hundruðum saman; var hann hordauður, og var ei gagn að honum." Jón Espólín: bls. 134. 1929 "Fregnir berast um það, að fár mikið sé í svartfugli um þessar mundir og rekur mjög mikið af dauðum fugli fyrir norðan land." Tíminn, 6.4.1929. -1930 Tjömes. Mikið drapst af svartfugli þrjá vetur í röð, mest fyrsta veturinn. Steingrímur Bjömsson, 11.3.2002. -1940 Reykjafjörður á Ströndum. Mikið rak af svartfugli (sjórotaður). Fiður hirt í sængur. Skúli Alexandersson, 28.1. 2002. 1979 Vorið 1979 var óhugnanlega mikill svartfugladauði við Skjálfanda. Stór hluti af því vom lundar, en einnig langvíur, stuttnefjur og álkur. Menn töldu að afföllin stöfuðu af ætisskorti, enda brögguðust þeir fuglar fljótt sem teknir voru í fóstur og gefið verklega að éta. Gaukur Hjartarson, 15.1. 2002. 1980 Dauðan svartfugl rak við Ólafsfjörð 23.1.1980. Á 50 m kafla í fjörumri lágu 30-40 dauðir fuglar. 12 fuglar sendir NÍ, 8 stuttnefjur, 3 langvíur og 1 æðarfugl. Gylfi Ragnarsson, 23.1.1980. 1991 Mikið af svartfugli rak í byrjun janúar 1991 í Skagafirði í kjölfar norðanáhlaups. Bara á Borgarsandi vom fuglar í hundraðatali. Feykir, 9.1.1991 1991 Við Hvítserk á austanverðu Vatnsnesi fannst dálítið af dauðri stuttnefju rekið þann 7.3.1991. 30-40 fuglar á um 2 km leið. Ekki olía í fiðri en fuglar mjög magrir. Jón Stefánsson 19.3.1991. 127

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.