Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 42

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 42
Náttúrufræðingurinn Fréttir ...OG EINN EINFALDAN FYRIR FARTÖLVUNA I fréttaþætti í alþjóðadagskrá breska ríkisútvarpsins - BBC - að morgni 4. apríl 2004 var getið nýrrar gerðar af efnarafölum („fuel cells"). Efnarafalar breyta efnaorku beint í raforku. Þeirra þekktastir eru vetnisrafalar, sem losa raforku með því að mynda vatn úr vetni og súrefni. Það setur hagnýtum notum vetnisrafalanna takmörk, til dæmis við að knýja bíla, að í þeim eru hvatar úr rándýru efni, platínu. I maskínum í geimferjum og geimstöðvum, þar sem kostnaður er aukaatriði, nýtast vetnisrafalar vel. I fréttinni í BBC var greint frá lífefnarafölum („bio- fuelcells"), sem framleiða raforku úr lífrænum efnum, meðal annars etanóli (áfengi). I stað platínu eru hvatam- ir í þessum rafhlöðum prótínefni, ensím. Lífefna- rafalamir em ætlaðir fyrir ýmis smátæki, svo sem farsíma og fartölvur, og þeir geta jöfnum höndum sótt orku í viskí, gin eða aðra sterka drykki og í léttvín. Bjór gengur því aðeins að hann sé staðinn og allt loft úr honum. Rafallinn þolir ekki gosið í bjómum. I fréttaskýringu BBC var bent á það, að ef maður væri á bar að tala í gemsa eða vinna með fartölvu og þessi tól yrðu straumlaus, væri einfalt að fá nýja hleðslu á staðnum. Þessar ágætu barhlöðnu rafhlöður eru enn á tilrauna- stigi. Ekki er til dæmis ljóst hve lengi ensímin í þeim endast, en þær elstu hafa víst verið í notkun í hálft ár án þess að endumýja þyrfti ensímakerfið. Örnólfur Thorlacius hleraði þetta í útvarpinu. FRÆNDUR ERU FRÆNDUM VERSTIR Menn óttast nú um afdrif nánustu ættingja okkar í dýra- ríkinu, að simpansar, og þó enn frekar górillur, hverfi brátt úr villtri náttúm, og eftir verði einungis sýnisgripir í dýragörðum og á vemdarsvæðum. Veiðiþjófar fella simpansa og górillur í vestanverðri Mið-Afríku og selja kjötið til matar („bushmeat"). Við það bætist að ebólaveikin, sem herjar jafnt á menn og mann- apa, leggst þungt á górilluapa í afskekktum skógum. A árunum 1981 til 1983 greindust stórir stofnar mannapa í Gabon, en um aldamótin hafði öpunum fækkað um helming, og mest þar sem þeir höfðu áður verið flestir. „Ef ekki verður tekið með stóraukinni hörku á veiði- þjófnaði má búast við að eftir tíu eða tuttugu ár verði einungis eftir í heiminum örfáir einangraðir stofnar af górillum," skrifar Peter Walsh við Princetonháskóla í grein í Nature í upphafi aprílmánaðar. Samt telur Walsh auðveldara að stöðva veiðamar en ebólaveikina, þar sem enginn veit hvemig veiran gaus upp og breiddist út. Örnólfur Thorlacius las þetta í Nezv Scientist, 12. apríl 2003: Great apes plunge towards extinction eftir JeffHecht. Hvernig breiddist bráðalungnabólgan ÚT? Kínversk stjómvöld hafa með réttu verið sökuð um að leyna umheimirtn upplýsingum og falsa síðan tölur um faraldur af illvígri og bráðri sýki í öndunarfærum (HABL, eða heilkenni alvarlegrar bráðalungnabólgu), sem hafi svo orðið til þess að sýkin breiddist mun hraðar og víðar út en orðið hefði ef heilbrigðisyfirvöld einstakra þjóða og Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóð- anna, WHO, hefðu frá upphafi vitað hvað var í upp- siglingu. Sjúkdómsins virðist hafa orðið fyrst vart í Guangdong-héraði í Suður-Kína í nóvember 2003. Samt vömðu Kínverjar lækna í eigin landi ekki við honum fyrr en seint í janúar, og læknamir urðu að fara með upplýsingamar sem trúnaðarmál, sem þeir máttu til dæmis ekki greina kollegum sínum í Hong Kong frá. I febrúar skráðu Kínverjar svo sjúkdóminn á ProMed, sem er alþjóðleg skrá um sjúkdóma í uppsiglingu, og óskuðu jafnframt aðstoðar WHO, sem sendi hjálparlið, en það fékk ekki að fara lengra en til Beijing og var leynt ýmsum upplýsingum. Það var svo ekki fyrr en snemma í apríl sem lið Sameinuðu þjóðanna fékk að fara til Guangdong, þar sem upptök faraldursins vom og hann herjaði verst. Hvemig barst sjúkdómurinn út úr Kína? Liu Jianlun, 64 ára gamall prófessor í læknisfræði í Guangdong, sem hafði unnið við að halda sýkinni þar í skefjum, ferðaðist í mars sl. til Hong Kong til að sitja brúðkaupsveislu. Þar veiktist hann og hélt rakleitt á spítala og fór fram á að verða settur í sóttkví. Beiðni hans var tekið seint og illa, enda höfðu heilbrigðisyfirvöld í Hong Kong aðeins óljósar fréttir af einhverjum lungnabólgufaraldri í Guangdong. Því fór svo að heilbrigðisstarfsmenn í Hong Kong veiktust, og auk þeirra níu gestir á Metro- pole-hótelinu, á hæðinni þar sem prófessorinn dvaldist, og þeir fluttu veikina til Singapúr, Kanada, Víetnams og til annarra hluta Hong Kong. New Scientist, 12. apríl 2003: Debora Mackenzie. Powerless to stop the spread. Örnólfur Thorlacius tók saman. 128
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.