Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 45
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Gosberg Basalt Innskotsberg Sj Basisk innskot Annað Vatnsdalshólar Þykkar skriður IBasalt (þunnt grágrýti) Rhýólit Lausjarðlög Strandlínur / Halli i gráðuni (halli hrunins ^27 bergstafla tneð punktalinu) Misgengi: tennur þeim megin sem sigið hefur :3 Hugsanlegt brotsár og hlaupfcrill Vatnsdalshóla 3. ítti/nd. Einfólduð útgáfa af jarðfræðikorti Annells12 af norðanverðum Vatnsdal. Líklegu brotsári og hlaupferli Vatnsdalshóla hefur verið bætt inn á jarðfræðikort Annells. Áttarós, sem sýnir stefnu bergganga og brotalína á svæðinu, er neðst til vinstri á myndinni. - Simplified geological map, adapted from Annells.12 Possible main scarp of the rock slide has been included and a rose diagram showing direction offaults and dykes in the bedrock. ættuðum úr jökulfönn efst í Vatns- dalsfjalli. I aldanna rás hefðu svo bergstykkin veðrast niður í keilu- hóla. A tveimur stöðum í hólunum fann Jakob basaltklappir, greinilega jökulrákaðar í stefnu Vatnsdals, og var hann viss um að þær væru undirstaða hólanna. Sigurður Þórarinsson6 og Ólafur Jónsson5 tóku að mestu leyti undir með Jakobi um myndun Vatnsdalshóla. Ólafur Jónsson kannaði Vatnsdals- hóla oft og lýsir þeim fyrst 1957 í ritinu Skriðuföll og snjóflóð8 og svo aftur 1976 í bók sinni Berghlaup.5 1 þessum lýsingum kemur fram að rúmmál urðarmassans sé um 120 milljónir m3 og að hólasvæðið vestan við Flóðið þeki um 5,5 km2. Mesta fallhæð urðarmassans var um 900 m og hann staðnæmdist í um 70 m hæð í brekkunni á móti og hafði þá færst um 5700 m út frá hrun- staðnum í Vatnsdalsfjalli.5 Vorið 1997 setti Ágúst Guð- mundsson1'1,11 fram hugmyndir sínar um myndun Vatnsdalshóla. Ágúst hafnar alfarið kenningum Jakobs H. Líndals og Ólafs Jónssonar um berg- hlaup og gengur um leið í smiðju Þorvaldar Thoroddsen um að hól- amir séu af jökulrænum uppmna, en telur þó að miðhluti þeirra sé gerður úr föstum berggrunni, sem þó sé sundurgrafinn af vatnsfar- vegum og upprótaður af jökli. Ágúst telur súra bergið í hólunum vera það sama og finnst hátt í hlíðum Vatns- dalsfjalls, „...og að líparítsyrpumar í Vatnsdalsfjalli séu komnar niður á láglendi í vestanverðum Vatnsdal vegna sighreyfinga við höggun í berggrunni".11 Þessu til stuðnings bendir hann á að bergið í hólunum sé víða heillegt og að berggangar með legu frá norðri til suðurs, sem finnast víða í hólunum, mælast með rétta (N) segulstefnu. Súra bergið gefur daufa en þó jafnan veika rétta segulstefnu. Aðrir gangar mælast með öfuga (R) segulstefnu. Segul- mælingamar telur Ágúst að bendi til þess að þama sé bergið nærri upp- haflegri stöðu, en ekki umtumað í skriðuhlaupi. Meginhluta hólanna telur hann þó gerðan úr lausum jarðlögum, sem jökull hefur hreyft og mótað en ekki flutt um langan veg. Þetta efni hafi fjöldi aurskriðna borið fram á jökulsporð sem lá í Vatnsdal í lok ísaldar. Myndun OG MÓTUN Vatnsdals og nágrennis Árið 1968 skrifaði breskur jarð- fræðingur, R. N. Annells doktorsrit- gerð um jarðmyndanir frá tertíer í Vatnsdal og nágrenni.12 Samkvæmt þeirri ritgerð einkennist berggrunn- ur svæðisins (3. mynd) af nálægð við forna megineldstöð, svokallaða Vatnsdalsmegineldstöð, og að víða finnast þar súr berglög í fjöllum. í hlíðum Vatnsdalsfjalls og nágrennis er berg mjög fjölbreytt og má þar finna basalthraun og rhýólít (líparít), en í fjallinu finnst rhýólítið bæði sem hraun og gjóskuberg. Á láglendi í nágrenni hólanna er berggrunnur nær eingöngu úr basalthraunlögum og það er ekki fyrr en komið er upp í um 400 m hæð í hlíðum Vatnsdals- fjalls að við rekumst á súrar bergteg- undir (2. mynd). I þessu sambandi er þó rétt að geta þess að hlíðar Vatns- dalsfjalls eru mjög skriðurunnar og fáar opnur í berggrunninn. Sunnan við Vatnsdalshóla, í nágrenni bæj- anna Breiðabólstaðar og Hnjúks, eru innskot úr súru og basísku bergi (3. mynd). Ráðandi stefna brotalína og bergganga er frá norðri til suðurs og frá norðnorðaustri til suðsuðvesturs, en jarðlagastaflinn í Vatnsdalsfjalli hefur misgengið um tugi metra. Vegna nálægðar við áðurnefnda megineldstöð eru bæði strik og halli jarðlaga á svæðinu töluvert breytileg og má í því samhengi benda á trog- laga sigmyndun í fjallinu á milli bæjanna Hjallalands og Hvamms. Þar hefur orðið staðbundið sig umhverfis gosrás og jarðlögin sveigst niður til vesturs um allt að 600 m.12 Eins og við er að búast er landslag i Vatnsdal mjög mótað af jöklum ísaldar og hefur mikilvirkur jökull, sem skreið út dalinn til norðurs, sorfið úr báðum hlíðum hans og gefið dalnum hina einkennandi U- lögun jökulsorfinna dala. I lok ísaldar, þegar skriðjökullinn í Vatns- dal þynntist og hörfaði suður eftir dalnum, hætti hann að styðja við brattar hlíðar dalsins og eitt eða fleiri 131

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.