Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 46
Náttúrufræðingurinn 4. mynd. Einfaldað kort af dreifingu berggerða, bergganga og jökulsorfinna klappa í Vatnsdalshólum. Áttarós, sem sýnir stefnu bergganga í hólunum, er neðst til vinstri A kortinu. - Simplified map, showing the distribution ofrock types, dykes and the position of a glacially striated bedrock within Vatnsdalshólar (arrows). A rose diagratn showing the direction of dykes within Vatnsdalshólar has been included. stór bergstykki féllu úr vestari hlíð Vatnsdalsfjalls og ofan í dalinn.3,5,6 Það er eftirtektarvert að á all- löngum kafla milli bæjanna Axlar og Hvamms, í austanverðum Vatnsdal, finnast engin ummerki um forn fjörumörk en slík ummerki eru afskaplega skýr og greinileg bæði norðan og sunnan við bæina. Sömu sögu er að segja um vestanverðan Vatnsdal, að engin fom fjömmörk em í Vatnsdalshólum eða vestan við þá. Norðan við Vatnsdalshóla, milli bæjanna Axlar og Stóm-Giljár (um 5 km utan við hólana) em efstu fjöm- mörk í allt að 65 m y.s. (3. mynd) en neðan þeirra em greinileg lægri og yngri fjömmörk, sem má rekja lang- leiðina niður að mýmnum í um 5 m y.s. Nokkuð sunnan við bæinn Oxl hverfa öll þessi fjömmörk inn undir urðarkápu Vatnsdalsfjalls. Þegar brún jökulsins í Vatnsdal var um það bil þar sem bærinn Hof er í dag (um 14 km innan við hólana), hlóðust allþykk setlög upp framan við jökulinn þar sem hann stóð í sjó. Þama em nú sýnileg fjömmörk í allt að 60-65 metra hæð. Síðar hefur jökullinn hörfað enn sunnar og að lokum suður úr Vatnsdal samfara því að afstætt sjávarborð lækkaði.13,14 A nútíma, þ.e.a.s. eftir myndun fjömmarka, sem nú eru á þurru landi, hafa frostveðrun, skriðuföll og árrof verið ráðandi í mótun Vatns- dals og má sem dæmi nefna að þar hafa fallið tvær gríðarstórar skriður eftir landnám og áður er getið. Ónnur þeirra, sem nefnd hefur verið Skíðastaðaskriða, féll árið 1545 og tók hún af bæinn Skíðastaði, banaði a.m.k 14 manns og plægði upp Hnausatjöm. Hin skriðan, sem féll um haustið árið 1720 og hefur verið nefnd eftir bænum Bjamastöðum, tók af bæirtn og fómst þá a.m.k. sex manns. Flóðið, sem er stöðuvatn sunnan við Vatnsdalshóla, myndað- ist við það að Bjamastaðaskriðan stíflaði Vatnsdalsá við hólana og enn má sjá leifar skurðar sem bændur grófu þá til þess að lækka yfirborð Flóðsins.1,8 Gátan um Vatnsdalshóla Eins og áður sagði er tilgangur þessara skrifa að reyna að skýra uppmna og myndun Vatnsdalshóla og verða við áskorun Jakobs H. Líndals í niðurlagi greinar hans um Vatnsdalshóla: „Með línum þessum hefi ég gert grein fyrir nokkmm athugunum mínum um myndun Vatnsdalshóla og ályktunum þeim, sem ég get af þeim dregið. Gætu þær ef til vill orðið til umhugsunar einhverjum, um leið og leið þeirra liggur um eða í námunda við hólana. Gögnin, sem hólamir sjálfir bera í skauti sínu, fymast ekki né týnast. Gátan liggur opin áfram til þess að glíma við."3 í því sambandi skiptir miklu máli að allir þættir í gerð hólanna, sem gegna sama hlutverki og bitar eða bútar gesta- þrautar, séu skoðaðir og þeim raðað þannig að saman myndi þeir eina heild, eina rökrétta frásögn. Við könnun Vatnsdalshóla var talið mikilvægt að kortleggja dreif- ingu mismunandi berggerða innan hólanna og er útbreiðsla basalts, rhýólíts og rhýólítbreyskju sýnd á einfölduðu jarðfræðikorti á 4. mynd. Einnig var mælt strik og halli allra þeirra 45 bergganga sem fundust í hólunum sem og strik og halli straumflögunar og lagskiptingar í stærstu og heillegustu bergstykkjim- um. Jafnframt var gerð sérstök leit að molum frá innskotunum í nágrenni Hnjúks og Breiðabólstaðar sunnan við Vatnsdalshóla því ef slíkir molar fyndust í hólunum ætti jökull eða straumvatn sunnan úr Vatnsdal að hafa borið þá þangað. Þá var líka leitað að jökulrákuðum klöppum í hólunum og fundust þær á þeim tveimur stöðum sem Jakob H. Líndal3 hafði getið um. Þá var sérstaklega gáð að því hvort fín- korna setlög eða núnir steinar og hnullungar fyndust þar. Tilvist þeirra væri vísbending um hugsan- legan jökulrænan uppruna hólanna eða að þeir væru að einhverju leyti mótaðir af straumvatni eða öldu- róti sjávar. Leitað var að ösku- lögum í jarðvegi í og við hólana í þeirri von að fá vitneskju um aldur þeirra. Sennilega dugar enginn einn ofangreindra þátta til að segja til um myndun og aldur Vatnsdals- hóla, en ætla má að samanlagt geti þeir gefið nokkuð góða mynd af tilurð hólanna. 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.