Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 54
N áttúrufræðingurinn
-38 -36 -34 -32 -30 -28 -26 -24 -22 -20 -18 -16 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2
1. mynd. Yfirborðsstraumar í hafinu umhverfis ísland. Hlýir straumar rauðir, kaldir
straumar bláir og blandaðir straumar grænir3. - Surface currents in lcelandic waters.
Warm currents red, cold currents blue and mixed currents green.1
og er það sú tilgáta sem almennt
hefur verið viðurkennd meðal haf-
fræðinga á síðustu árum.
Þröskuldurinn í Grænlandssundi
er á um 630 m dýpi, þannig að það
er sjór af þessu dýpi eða minna
norðan þröskuldsins sem myndar
yfirfallssjóinn. Sunnan sundsins
hefur komið í Ijós við straum-
mælingar að þótt streymið sé mjög
breytilegt yfir stuttan tíma þá er það
mjög stöðugt ef litið er á meðaltöl
nokkurra vikna og sýnir engar árs-
tíðasveiflur eða breytingar milli
ára.7,8 Þess vegna verður flæði þessa
sjávar norðan sundsins og nálægt
þröskuldinum einnig að sýna þessa
eiginleika, þ.e. skort á árstíða-
sveiflum og breytingum milli ára.
Straummælingar sem gerðar voru á
árunum 1988-1991 yfir landgrurtns-
hlíðinni bæði Islands- og Græn-
landsmegin sundsins, um 200 km
norðan þröskuldsins, sýndu að
straumur á 500 m dýpi Grænlands-
megin sýndi miklar árstíðasveiflur
og að hann umsnerist yfir sumarið
og streymdi þá til norðurs.9 Aftur á
móti var straumur á 500 m dýpi
Islandsmegin, á stöð IS7 (2. mynd)
stöðugur og sýndi lítil merki um
árstíðasveiflur og litlar brejtingar
frá ári til árs. Straumurinn Islands-
megin yfir landgrunnshlíðirmi er því
líklega sá straumur sem flytur
yfirfallssjóinn að þröskuldinum og
þaðan inn í Grænlandshaf.
Til að kanna hvort þessi straumur
næði lengra inn í Islandshaf var
mældur straumur á Hombankasniði
(2. mynd) og verður gerð grein fyrir
þeim mælingum hér.
Mælitæki og mælingar
A síðustu árum hefur Hafrann-
sóknastofnunin tekið í notkun nýja
gerð straummæla, svokallaða
ADCP-mæla (Acoustic Doppler
Current Profiler) (3. mynd). Á
íslensku hafa slíkir mælar verið
kallaðir straumsjár. I mælinum er
bæði hljóðgjafi og móttakari og
nemur hann hljóð sem endurkastast
frá ögnum í sjónum. Þetta geta verið
lífrænar agnir (svifþörungar eða lítil
krabbadýr) eða ólífrænar agnir
(gmgg o.fl.) sem berast með straumi.
Straumhraðinn er síðan metinn út
frá tíðnibreytingum milli hljóðsins
2. mynd. Myndin sýnir botnlögun í
Grænlandssundi. Dýptarlínur sýna 200,
500, 1000 og 2000 metra dýpi. Þrjú snið,
Hornbanka- Kögur- og Látrabjargssnið,
eru táknuð sem grænar línur. Straurn-
mælingar voru gerðar samfellt á mælistöð
sem merkt er IS7 á árunum 1988-1991.
Rauða örin táknarflæði Atlantssjávar inn
á Norðurmið en sú bláa strauminn sem
ber yfirfallssjóinn að þröskuldinum í
Grænlandssundi. - Map showing the
topography in the Denmark Strait area.
The depth contours are 200, 500, 1000
and 2000 metres. Three hydrographic
sections, Hornbanki, Kögur and
Látrabjarg, are indicated as green lines.
Continuous current measurements were
made at IS7 in 1988-1991. The red arrow
shows theflow of Atlantic water while the
blue arrow mdicates the new current
carrying the Denmark Strait overflow
water towards the Irminger Sea.
140