Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 56

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 56
Náttúrufræðingurinn 6. mynd. Myndin sýnir hitastig og seltu á fjórum stöðvum í nóvember árin 2001, 2002 og 2003. Báðar bláu línurnar eru frá Hornbankasniði í kjarna straumsins þar sem dýpi er 600 m. Fjólubláa línan erfrá Kögursniði þar sem botndýpi er um 500 m og rauða línan er dýpsta stöðin (660 m) á Látrabjargssniði rétt sunnan þröskuldsins. Aðeins eru sýnd gögn þar sem eðlisþyngdin er meiri en 1027,9 kg/m3 en jafneðlisþyngdarlínur eru sýndar á myndinni sem punktalínur. - T-S diagram from four stations in November 2001, 2002 and 2003. Both blue lines are from the Hornbanki section tvhere the depth is about 600 m. The magenta line is from the Kogur section where the bottom depth is about 500 m and the red curve is the deepest station (660 m) on the Latrabjarg section just south of the sill. Oniy values where the density is greater than 1027.9 kg/m3 are shown. Isolines of density are shown as dotted lines. frá 67°10'N til 67°40'N fyrir hvert ár eru sýnd á 5. mynd. Uppi á land- grunninu er Atlantssjór sem streym- ir til austurs meðfram Norðurlandi. Yfir landgrunnshlíðinni verður straumurinn stöðugt veikari eftir því sem utar dregur þar til hann að lokum snýst við og stefnir þá til vesturs þar sem botndýpi er um 500 m. Þegar komið er á enda sniðsins hefur straumurinn snúist aftur. Þessi lýsing á við öll árin og reyndar um hverja yfirferð og þetta er þess vegna ekki unnt að rekja til sjávarfallastrauma. Straumurinn til vesturs er um 15-20 km breiður og nær frá botni (500-700 m dýpi) og upp að u.þ.b. 100 m dýpi, en stundum nær hann þó upp að yfirborði. Straumurinn sýndi svip- aða gerð öll árin en hann var mun veikari 2001 en 2002 og 2003. Þessi munur stafar ef til vill af skamm- tímabreytingum í styrk straumsins eins og hefur sést í flæði yfirfalls- sjávarins sunnan Grænlandssunds.7 I nóvember 2002 náði hámarks- hraði í straumnum meira en 40 cm/s í kjarna hans. Flutningur sjávar með þessum straumi hefur verið metinn fyrir öll árin og var hann 0,6 Sv" árið 2001,2,7 Sv árið 2002 en 1,7 Sv árið 2003. Ymsir hafa metið flutning á yfirfalls- sjó yfir þröskuldinn í Grænlands- sundi á bilinu 2,1-3,3 Sv.10,11,12 Straumurinn sem hér er greint frá gæti borið megnið af þessum sjó, sérstaklega ef gert er ráð fyrir að hann bæti í sig einhverju af um- lykjandi sjó á leið sinni að þröskuld- inum. Sjógerðir eru oft skilgreindar út frá eiginleikum sínum, t.d. hita og seltu. Þegar verið er að bera kennsl á eða bera saman mismunandi sjó- gerðir er oft notað svokallað hita- seltulínurit og eru þrjú slík sýnd á 6. mynd, eitt fyrir hvert ár. Þar eru sýnd hita- og seltugildi frá Hom- banka, á 67°30'N þar sem botndýpi er 600 m, frá Kögursniði þar sem dýpi er 500 m (67°20'N, 23°40'V) og loks rétt sunnan þröskuldsins á Látrabjargssniði, þar sem botndýpi er 660 m (66°05'N, 27°03'V). Punkta- línumar sem sjást á 6. mynd em jafn- eðlisþyngdarlínur og aðeins eru sýnd gildi þar sem eðlisþyngd sjávarins er meiri en 1027,9 kg/m3 en oft er yfirfallssjórinn skilgreindur sem sá sjór í sundinu sem hefur eðlisþyngd 1027,95 kg/m3eða hærri.3 Samsetning djúpsjávarins á Kögri og Hombanka er nánast sú sama. Yfirfallssjórinn á Látrabjargssniði er hins vegar ögn léttari; sérstaklega var hann það 2001, jafnvel þótt sú stöð sé dýpri en hinar stöðvamar. Sjórinn er örlitið heitari á Látra- bjargssniðinu en munurinn í seltu er hinsvegar hverfandi. Þetta er eðlilegt þar eð að straumnum liggur hlýrri sjór á báðar hliðar. Austanmegin streymir Atlantssjór til norðurs en að vestan liggur sjór sem ættaður er frá Svalbarða og er örlítið heitari og saltari en yfirfallssjórinn. Arin 2002 og 2003, þegar straumurinn var sterkur, var minni munur á Látrabjargssniðinu og stöðvunum norðar. Arið 2001, þegar straumur- inn var veikari, reyndist meiri munur á milli stöðva, sem bendir til að þá hafi verið meiri blöndun við sjóinn í kring en hin árin. Straum- urinn þynnist sennilega, þ.e. hann dregst saman lóðrétt, og hraði hans eykst þegar nær kemur þröskuld- inum. Þetta veldur líklega sterkara iðuflæði og meiri blöndun. Af sjógerðum norðan Grænlandssunds líkist sú sem er í þeim straumi sem hér er lýst mest þeim sjó sem er að finna í dýpsta hluta sundsins við þröskuldinn. Sjógerðagreiningin a Einingín Sverdrup (Sv) er notuð þegar talað er um flutning sjávar með hafstraumum og er 1 Sv = 106 m3/s eða 1 milljón rúmmetrar á sekúndu. 142
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.