Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 60
Náttúrufræðingurinn
að sjá fugl á hreiðri og artnan nærri á
verði. Einnig kemur fyrir að aðeins
álegufuglinn sjáist. Stundum standa
tveir fuglar saman án merkis um að
þeir eigi hreiður. Ýmsar ástæður
geta verið fyrir því; þeir geta verið
óorpnir, búnir að verpa en álega ekki
hafin, hreiðrið hafi misfarist eða að
parið verpi ekki viðkomandi ár. Oll
pör eru tekin með þegar niðurstöður
eru teknar saman. Mesta hættan á
skekkju er ef vörp verða fyrir
stórfelldum áföllum, t.d. vegna
vorflóða, en þá eiga fuglamir til að
hverfa frá varpstöðunum í stómm
stíl.
Talningum á hreiðrum (2) hefur
einkum verið beitt við Akureyrar-
flugvöll og í óshólmum Eyjafjarðar-
ár, en þar em aðstæður þannig að
erfitt er að ná fram nákvæmum
talningum á fjölda fugla. Hreiður-
talningar gefa lágmarkstölu varp-
para þar eð sjaldnast er hægt að gera
ráð fyrir að öll hreiðrin finnist. Við
hreiðurtalningar er einnig reynt að
meta fjölda fugla til samanburðar og
frekari áréttingar, líkt og gert er við
talningu hettumáfa Larus ridi-
bundus.5,6,9
Farið var skipulega um allt taln-
ingarsvæðið þar sem líkur vom tald-
ar á varpi stormmáfa. I Eyjafirði em
flest varpsvæðin nokkuð greinileg
frá vegum, sbr. 2. mynd, og þess
vegna þarf ekki að eyða miklum
tíma í göngur til að komast að varp-
stöðunum. Yfirferð er því ekki eins
tímafrek og ætla mætti miðað við
stærð svæðisins en tekur þó nokkra
daga. Helstu undantekningar eru
Hrísey, blettir á Árskógsströnd,
óshólmar Hörgár, Akureyrarflug-
völlur, óshólmar Eyjafjarðarár
norðan gamla þjóðvegar nr. 1,
(„Brautarinnar") stöku staðir í Eyja-
fjarðarsveit og viss svæði í Höfða-
hverfi. Á þessa staði verður að
ganga til hreiðurleitar eða til að fá
góða sýn yfir varpsvæðið til að telja
fuglana. Þorsteinn Þorsteinsson
telur rjúpur Lagopus mutus árlega í
Hrísey fyrir Náttúrufræðistofnun
íslands13 og hefur hann að beiðni
okkar talið stormmáfa á sama tíma.
Árið 1980 voru stormmáfar í
Eyjafirði taldir 1., 15. og 16. júní. Árið
Varpstaðir á árunum 1980,
1990, 1995 og 2000
o Varpstaðir önnur ár
SIGLUFJÖRÐUR
Vöktunarsvæði
■JÖRÐUR
Laufáshólmsri
TROLLASKAGI
/ALBARÐl
Tungnahryi
jökull
AKUI
j Öshólmar
Eyiafjarðarár
• Laígaland o.
ikkjarflatir
Hæð yfir
sjávarmáli
stækkað
svæði
2. mynd. Eyjafjörður er stærsta samfellda svæðið hér á landi þar sem fylgst er með
breytingum á stofni og útbreiðslu stormmáfs. Getið er ýmissa örnefna sem komafyrir í
greininni. Einnig eru vegir sýndir. - Eyjafjörður (N-Iceland) is the largest continuous
region in the country where the numbers and distribution of the Common Gull is
monitored. A number oflocal names mentioned in the text are also shozvn on the map.
The road system is also shown.
1990 fór talning fram á tímabilinu 30.
maí til 3. júní, 1995 á tímabilinu 4. til
13. júní en 2000 á tímabilinu 21. maí
til 5. júní. í Hrísey var yfirleitt talið
nokkru fyrr, eða í seinni hluta maí.
Talningu var ekki fyllilega lokið í
óshólmum Eyjafjarðarár sumarið
1995 þegar flóð kom í ána og sumir
146