Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 62
Náttúrufræðingurinn 4. mynd. Fjöldi stormmáfsipara í Eyjafirði á tímabilinu 1980-2000. - The numbers of Common Gull breeding pairs in Eyjafjörður in 1980-2000. Ár/Year hverjum þessara þriggja staða; við neðanverða Hörgá, við Sölvadalsá nálægt Stekkjarflötum og við Þverá í Kaupangssveit. A tíu stöðum með tiu pör eða fleiri voru samtals 330 varppör (68% stofnsins í Eyjafirði), þótt hreiðrin væru alldreifð á sumum þeirra, s.s. yst í óshólmum Eyjafjarðarár eins og sjá má á 9. mynd (bls. 35) í skýrslu höfunda frá 20019 og við neðanverða Hörgá (frá ósum upp að brú á Dalvíkurvegi). Arið 1980 urpu stormmáfar á 18 stöðum í Eyjafirði en varpstöðum hafði fjölgað í 38 árið 1990. Arið 1995 hafði varpstöðum fækkað í 32 en fjölgað í alls 82 árið 2000 (5. mynd). Vitað er um 106 staði í Eyjafirði þar sem stormmáfar hafa orpið og eru þeir taldir upp í viðauka. Þar sést að stormmáfar höfðu hætt að verpa á 24 stöðum árið 2000, eða að þar sé varp ekki árvisst. Varp var lítið á þeim öllum, aðeins eitt eða tvö pör á hverjum stað, nema við Laugaland þar sem 18 varppör voru árið 1995. A sex þessara 24 staða urpu storm- máfar aldrei í talningarárunum 1980, 1990, 1995 og 2000, en vitað var um varp í árum á milli (Espihóll 1981, Moldhaugnaháls 1982-1989, við Eyjafjarðarbraut eystri neðan við Ytri-Varðgjá 1987, Göngustaðir í Svarfaðardal 1988) eða fyrir 1980 (Hvammsflæðar 1958-1959). Hugs- anlega hafa fleiri staðir verið notaðir eitt eða fleiri ár, sérstaklega fyrir 1980, þótt höfundum sé ekki kunnugt um skráningar. Fyrirliggjandi heimildir sem fjalla aðallega um óshólma Eyjafjarðarár utan gamla þjóðvegar nr. 1 yfir hólmana („Brautina") greina yfirleitt ekki nákvæmlega frá stað- setningu hreiðra eða varp- para.16,17'18,19'20'21'22 Þó er greinilegt af þessum ritum að stormmáfar voru nýbyrjaðir að verpa á þessum slóðum á áttunda áratugnum, ekki síst við Akureyrarflugvöll. Stök pör voru hlutfallslega mun algengari árið 2000 en 1995 og mjög greinilegt að stormmáfsvarp í Eyja- firði var miklum mun dreifðara en áður. Árið 2000 urpu 39 pör (8% ey- firska stofnsins) eitt og sér og á 14 stöðum tvö á stað (6%). Árið 1995 voru sambærilegar tölur 13 (4%) og 5 (3%). Búsvæðaval Greinileg þróun hefur átt sér stað í vali stormmáfa á varpstöðum eftir því sem stofninn hefur vaxið og dreifst. Stormmáfar námu fyrst land á öllum óshólmasvæðunum fjórum við fjörðinn; við ósa Eyjafjarðarár (líklega fyrst 1936), Hörgár (1960), Svarfaðardalsár (1962) og síðast við Fnjóská (1969). Síðar bættust við varpstaðir á áreyrum, í hólmum eða á harðbalajörð upp með Eyjafjarðará og þverám hennar (Kroppur 1978, Þverá 1979, Munkaþverá, Bringa og Stokkahlaðir 1980) og síðar einnig upp eftir Svarfaðardalsá (1980), Hörgá (1988) og Öxnadalsá (1990). Áberandi er hve fuglamir hafa sótt stöðugt lengra upp eftir árfarvegum eftir því sem stofninn hefur stækkað. Einnig tóku stormmáfar að verpa á mýmm eða við tjamir, fyrst í Hrísey (1970), síðar á Svalbarðseyri (1980), í Krossanesborgum (1988) og hjá Glæsibæ (1990). Mólendi bættist næst við sem varpkjörlendi storm- máfa. Hrísey varð fyrst fyrir valinu langt á undan öðmm stöðum en síðan fylgdu margir staðir í kjölfarið, ekki síst á vesturströnd Eyjafjarðar, s.s. við Pálmholt (1982), Amames, Ás, Ytri-Reistará og Varpholt (2000). Ólíkast uppmnalega búsvæðinu í óshólmum em varpstöðvar storm- máfa á þurrum klapparholtum ofan við Breiðaból (1995) og Sigluvík (2000) á Svalbarðsströnd. Þróun einstakra varpa og hugsanlegir áhrifavaldar Aukning hefur ekki átt sér stað jöfnum skrefum á hverjum varpstað. Ymsir áhrifavaldar koma þar við sögu og skulu rakin nokkur dæmi. Afturkippur kom í stærstu storm- máfsbyggðina í Eyjafirði, sem er við Akureyrarflugvöll, upp úr 1990. Árið 1991 voru varppörin 82 og höfðu aldrei verið fleiri. Árið 1995 hafði fækkað í 64 pör og 1997 niður í 44. Síðan jókst varpið aftur og náði 85 pörum 2000. Ástæður þessara breytinga eru framkvæmdir við völlinn og beinar aðgerðir starfs- manna gegn fuglunum. Á ámnum 1988-1989 var flugbrautin lengd til norðurs með uppdælingu úr leirun- um og vom öryggissvæði beggja vegna brautar sléttuð 1990 og sáð í 148

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.