Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 69

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 69
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags r Arni Hjartarson Hraunin í Bárðardal Bárðardalur er víða í ritum talinn lengsti dalur landsins, nær frá Skjálfandaflóa og langleiðina inn undir Vatnajökul. Gosbelti Norðurlands liggur samsíða honum en er allnokkru austar, en sjálfur liggur innri hluti dalsins á mörkum Ódáðahrauns og Sprengisands. Nokkur hraun hafa náð að flæða niður í hann inn af Svartárvatni og eru þau umfjöllunarefni þessarar greinar. Hraun hafa einnig flætt ofan í Bárðardal innar, langt innan byggðar, en þau koma ekki við sögu hér. Þótt hraunin sem streymt hafa ofan í dalinn í grennd við Svartárvatn séu öll stór hefur lítið verið fjallað um þau af jarðfræðingum. Þeirra hefur þó verið getið í skýrslum frá Orkustofnun og ÍSOR í tengslum við virkjanarannsóknir í Skjálfandafljóti.1 Borholur eru vonum færri í þessum víðfeðmu hraunum. I borholuskrá Orkustofnunar eru þær einungis tvær. Haukur Tómasson, sem rannsakaði svæðið á 7. ára- tug 20. aldar, taldi hraunin vera sex en rannsóknir sem gerðar voru sumarið 2003 á svæðinu frá Goðafossi og inn fyrir Suðurárbotna leiddu ekki með óyggjandi hætti í ljós nema þrjú hraun í dalnum. Tvö þeirra eru stórdílótt apalhraun, sem minna um margt á Þjórsárhraunið mikla, en á milli þeirra er smádílótt helluhraun. Öll virðast þau forn eða meira en 9000 ára (raunaldur). Hér á eftir verður elsta hraunið nefnt Kinnarhraun, miðhraunið Utbruna- hraun en það yngsta Bárðardals- hraun (1. mynd). Fyrri nöfnin tvö eru nýnefni en nafngiftin Bárðar- dalshraun sést víða í skrifum, þótt ekki sé um örnefni að ræða, og kemur t.d. fyrir í grein Sigurðar Þórarinssonar um Laxárhraun frá 19512 og er einnig notað af Þorleifi Einarssyni í kennslubókum hans.3 Kinnarhraun Kinnarhraun er elst þessara hrauna og er að mestu kaffært af yngri hraunum. Þess verður vart í mynd úfinna hraunhóla sem standa upp úr helluhrauninu við Suðurárbotna (Utbrunahrauni). Síðan sér í það beggja vegna Svartár ofan við ármót hennar og Suðurár nálægt innstu bæjum í Bárðardal og loks kemur það í ljós út við Köldukinn og af henni er nafn þess dregið (2. mynd). Það finnst einnig í tveimur rann- sóknarborholum, sem bera ein- kennisstafina SS-1 og SS-2 og boraðar voru árið 1963 við Suðurá, suðvestur af Svartárkoti (3. mynd). Þar er það 21,5 m og 16,0 m að þykkt. Megin- straumur hraunsins hefur að líkind- um flætt niður í Bárðardal á milli Hátungna og Bæjaráss, þar sem Svartá fellur nú. Hugsanlegt er að önnur álma hraunsins hafi náð vestur fyrir Hátungur og komist að Skjálfandafljóti þar, en það verður ekki sannreynt nema með borunum. Hraunið hverfur undir Bárðardals- hraun við ármót Suðurár og Svartár. Lítið er vitað um legu Kinnarhrauns í Bárðardal og ekki er talið að nokkurs staðar sjáist til þess á yfir- borði allt frá Suðurárósum og niður fyrir Þingey. Þar hylur Bárðardals- hraun allt sem undir er. Þó gætu eyjar og skikar úr hrauninu auðveld- lega leynst á þessu svæði því þessi hraun eru sömu gerðar og erfitt að greina þau að. Norðurendi Þing- eyjar markast af hárri og samfelldri hraunbrún sem liggur á ská yfir dalinn. Ullarfoss fellur fram af henni Náttúrufræðingurinn 72 (3-4), bls. 155-163, 2004 155
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.