Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 74

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 74
Náttúrufræðingurinn Svæði Region 1. Hraun vestan Gígaldna hulið eldri hraunum 2. Bárðardalshraun á yfirborði að Svartárósi 3. Bárðardalshraun frá Svartárósi að Ullarfossi Alls/Total Lengd Length km Þykkt Thickness m Flatarmál Area km2 Rumtak Volume ktn3 40 18 300 5,40 23 18 90 1,62 38 18 54 0,97 101 444 7,99 The size of Bárðardalur lava. 1. tafla. Stærð Bárðardalshrauns - eru eins og sundurtætt. Yfirborðið er mjög veðrað og hraunbrynja á gígræksnunum öll uppbrotin og sandblásin. Hugsanlegt er að jökull hafi gengið yfir svæðið, eða hluta af því, eftir að gígamir mynduðust. Ekki em nema 8 km úr miðjum Gígöldum að jaðri Vatnajökuls í dag. Hraun runnu bæði til austurs og vesturs frá Gígöldum. Guttormur nefnir þau einu nafni Krepputungu- hraim en þama er um allmörg hraun að ræða sem þekja stór svæði í Krepputungu allt að ármótum Jökulsár og Kreppu. Hann rakti út- breiðslu þeirra ekki til vesturs enda hverfa þau þar undir yngri hraun bæði frá Dyngjufjöllum og Trölla- dyngju en segir þó að hugsast geti að Bárðardalshraun séu þaðan upp- runriin. Guttormur bendir á að dílasam- setning Krepputunguhrauna og gjósku frá Gígöldum sé mjög áþekk því sem er í Tungnárhraunum og telur að bergfræðilegur skyldleiki sé þama á milli. Samkvæmt því myndu Gígöldur tilheyra goskerfi Bárðar- bungu eins og Tungnárhraunin gera. Það sama virðist gilda um Kinnar- hraun og Bárðardalshraun. Stærð og aldur Bárðardalshrauns Þykkt Bárðardalshrauns er illa þekkt. Borholan SS-01 í Suðurár- króki er eina holan sem bomð hefur verið í gegn um það. Hún er nálægt hraunjaðri og í henni er hraunið 10 m þykkt. Við Aldeyjarfoss virðist það um 25 m þykkt. I gljúfrinu við Goðafoss er þykkt þess um 18 m, yst í Bamafellsgljúfri er það 28 m og við Ullarfoss er það a.m.k. 20 m (5. mynd). Meðaltalið er 20,2 m. I rúm- málsreikningum sem hér fylgja er reynt að meta hve hraunið sam- svarar miklu magni af þéttu bergi. Ef kargahluti þess væri allur þéttur yrði meðalþykkt hraunsins um 18 m. í stærðarmatinu hér á eftir er hrauninu skipt í þrennt: 1. Upptakasvæðið í Gígöldum og hraun vestan þeirra hulið yngri hraunum. 2. Hraun á yfirborði norðan við Fellsendahraun og allt að Svart- árósi. 3. Hraunið í Bárðardal frá Svartárósi að Ullarfossi. Við þetta gæti bæst hraun sem runnið hefur til austurs frá Gíg- öldum niður í Krepputungu (250 km2). Þar em stórdílótt hraun sem líkjast Bárðardalshrauni.8 Hér verður ekki fjallað um þau. Samkvæmt útreikningum, sem verða að teljast nokkuð varfæmir, er hraunið 8 km3 að stærð og 100 km langt. Lengi var talið að Bárðardals- hraun væri úr Trölladyngju komið. Þorvaldur Thoroddsen var upphafs- maður þeirrar skoðunar. Hann gekk á Trölladyngju 13. ágúst 1884: „Útsjónin suður á við var stórkostleg og svipmikil, en naumlega mun geta að líta frá einum stað yfir jafnstóra spildu jafnljóta og hroðalega ... Hraun hafa fallið úr Trölladyngju ákaflega mikil til vesturs, en þó enn meiri til norðurs ... Mesti straumur- inn hefur fallið til norðurs út með Dyngjufjöllum hinum vestari, alla leið niður í Bárðardal og eftir honum niður fyrir Þingey. Sá hluti þessa mikla hrauns, er uppi á hálendinu liggur, heitir Frambmni. Hraun þetta allt er um þrjár þingmannaleiðir (110 km) á lengd og eitt hið mesta hraun á landinu."9 I ritgerð sinni um Laxárgljúfur og Laxárhraun tekur Sigurður Þórar- insson undir skoðun Þorvaldar um uppruna hraunsins en álítur það 105 km langt. Hann taldi það nokkm eldra en H4, eða um 6500 ára, en byggði þá skoðun á einu gjóskusniði teknu hjá Goðafossi.10 Síðar breytti hann skoðun sinni varðandi aldur- inn þegar hann fann gjóskulagið H5 í jarðvegssniði á hrauninu 10 km innan við Fosshól. Undir gjóskunni voru 15 cm af jarðvegi og taldi hann hraunið því a.m.k. 8000 ára.11,12 Aldursákvarðanir með hliðsjón af jarðvegi og gjósku víðsvegar á svæðinu frá Ljósavatnsskarði og upp í Suðurárbotna sumarið 2003 gáfu til kynna að Bárðardalshraun væri gamalt. Heklulögin H3 og H4 sjást víða, H5 hefur hins vegar ekki fundist nema í þessu eina sniði Sigurðar. Samanburður á þykkt jarðvegs milli H3 og H4 annars vegar og jarðvegsþykkt undir H4 hins vegar bendir til að hraunið sé yfir 9000 ára. Gjóskan sem kennd er við Saksunarvatn finnst undir því í Barnafellsgljúfri. Vindrof hefur valdið uppblæstri á hrauninu og í rofsárunum sjást víða sérkennileg sandlög ofan á því. Athugun leiðir í ljós að þetta er mest vatnsflutt og vindflutt efni sem runnið er saman í hálfharða hellu. Sennilegast er að þetta sé efni sem borist hefur með jökulhlaupi ofan Bárðardal, yfir ungt hraunið, fyrir um 9000 árum. Hraunið og fljótið Bárðardalshraun stíflaði Skjálfanda- fljót við Hrafnabjörg og myndaði langt og mikið lón sem þakti allar Hafursstaðaeyrar og teygði sig inn í Króksdal. Haukur Tómasson nefnir þetta lón fyrstur jarðfræðinga og 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.