Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 75

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 6. mynd. Suðurá kemur upp í vatnsmiklum lindutn í Suðurárbotnum og rennur um Útbrunahraun. Myndin er tekin vestur af Svartárkoti. - Suðurá river originates in the large spring area Suðurárbotnar in the Útbrunahraun lava, issuing 10-15 tn3/s. Ljóstn./Photo: ÁH. kallar það Hafursstaðavatn.13 Fomir vatnahjallar og aðrar strandmynd- anir liggja meðfram hlíðunum beggja vegna dalsins á þessum slóðum og marka útbreiðslu lónsins. Sléttur dalbotninn, sem fljótið kvíslast um, er hinn fomi botn þess. Mikill uppblástur og jarðvegsrof hefur átt sér stað á umliðnum öldum bæði á Hafursstaðaeymm og í hraun- unum þar norður af enda hefur vindurinn af óþrotlegu sandmagni að taka úr hinu foma botnseti Hafurs- staðavatns. Þegar hæst stóð í vatninu var það um 17 km langt. Það var við lýði í aldaraðir en Fljótið fann sér far- veg milli hraunsins og Hrafnabjarga og ræsti það hægt og hægt fram. Bárðardalshraun hafði afgerandi áhrif á Skjálfandafljót langleiðina (eða alla leið) til sjávar. Það hrakti það úr farvegi sínum og fyllti hann svo fljótið varð að gera sér nýjan farveg allt frá Hrafnabjörgum. Við Tungumela flutti það sig vestur fyrir melana og skildist frá Svartá á löngum kafla. Aður en hraunið kom til hafa Svartá og Suðurá að líkindum runnið hvor í sínu lagi til Fljótsins, Suðurá með ósa vestur af Hátungum en Svartá við norður- enda þeirra. Allir hinir nafntoguðu fossar Bárðardals eru mótaðir í hraunið. Þeir em svipaðir að hæð. Áin hefur rofið burtu yfirborðs- kargann sem víða er 6-8 m þykkur en fellur svo fram af þéttasta kjama þess. Goðafoss er 12 m (þ.e. vestari og hærri fossinn), Ullarfoss er 11 m (5 mynd) og Barnafoss (eystri fossinn) er 10,5 m. Athyglisvert er að Skjálfandafljót rennur að mestu inni á hrauninu en ekki milli hrauns og hlíða á leið sinni niður Bárðardal. Þetta stafar af því að hraunið stendur víðast hærra við jaðrana meðfram hlíðum dalsins en um miðbikið. Oft er þessu öfugt farið um hraun í dölum þar sem þau em hæst um miðbikið en lækka út til jaðranna. Ástæðan fyrir rennsli fljótsins á hrauninu er sú að í upp- hafi eldsumbrotanna hefur hraun- flæði verið ákaft niður dalinn en síðan hefur dregið úr því; þá lækkaði í hraunstrengnum í miðjum dal en til jaðranna sat eftir storkið hraun frá upphafsdögum gossins. Sjá má sérkennilega kargagarða sem rekja má langar leiðir meðfram hraun- jöðrunum. Þessir garðar bera einnig vott um hið mikla hraunstreymi í fyrstu hryðjum eldsumbrotanna. Lindir og lindár Hraunin í Bárðardal hafa haft mikil áhrif á vatnafar og breytt afrennslis- háttum á þessum slóðum. Einkum virðist Utbrunahraun hafa valdið afgerandi breytingum á ám, lækjum og lindum. Um þetta verður þó ekki mikið fullyrt þar sem aðstæður þær sem ríktu áður en hraunið rann mega heita óþekktar með öllu. I dag tengjast mikil lindasvæði Utbruna- hrauni en þau eru Suðurárbotnar, lindir við Svartárvatn og Krákár- botnar. Svartárvatn hefur sennilega ekki verið til fyrir hraungosið en myndaðist í kvos austan við Bæjarás er hraunið rann þar upp að. Svartá, Suðurá og Kráká hafa orðið til í sinni núverandi mynd við þennan atburð. Vatnamælingar Orkustofnunar hafa mælt rennsli Svartár við Ullar- foss í vatnshæðarmæli sínum, vhm. 116, frá árinu 1965. Þar er um að ræða sameinað rennsli Svartár og Suðurár sem allt er lindavatn. Meðal- rennsli árinnar er um 20 m3/s. Vatna- sviðið er talið vera um 650 km2.14 Tvær heimarafstöðvar eru í Svartá, önnur heima við Svartárkot, í út- fallinu frá vahiinu. Hin stöðin er við Ullarfoss í landi Víðikers. Suðurárbotnar eru í hópi með vatnsmestu lindasvæðum á Islandi. Botnamir taka yfir um 6 km2 við svo- kallaða Mótungu en hún afmarkast af tveimur meginkvíslum Suðurár. Hraun Aldur Flatarmál Þykkt Rúmmál Lava Age Area ktn2 Thickness m Volume knt' Kirtnarhraun 10.500 300 16 4,8 Utbrunahraun 10.300 85 12 1,0 Bárðardalshraun 10.000 444 18 8,0 2. tafla. Samanburður á hraunum - Cotnparison between the lavas. 161
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.