Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 79

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 79
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Um steingervingasafn Náttúrufræðistofnunar ÍSLANDS Margret Hallsdottir Ein af skyldum Náttúrufræðistofnunar Islands er að halda til haga vísindasöfnum er varða náttúru landsins. Steingervingasafnið er meðal þessara safna og ná rætur þess aftur til daga Náttúrugripasafnsins, sem sett var á fót 1889. Fyrstu gripum þess safns var safnað á síðari hluta 19. aldar. Þar á meðal eru skeljar úr Tjömeslögunum og steingerð laufblöð sem tilheyra Hreðavatnsflórunni. Þegar skólasafn Menntaskólans í Reykjavík var fært árið 1971 til varðveislu á Náttúrufræðistofnun kom í ljós gripur sem safnað hafði verið enn fyrr. Var það skel úr jarðlögum í Grímsnesinu frá síðjökultíma sem Eggert Ólafsson (1726-1768) hafði safnað. Lengst framan af voru allir jarðfræðilegir gripir í einu safni, þar sem berg, steindir og steingervingar mynduðu eitt safn Jarðfræðideildar Náttúmfræðistofn- unar. Árið 1970 vom steingervingar teknir út úr jarðfræðisafninu en þá hafði því verið skipt upp í tvo hluta, steina og steingervinga. Skráning hófst 1973 þegar Sigríður R Friðriks- dóttir jarðfræðingur kom til starfa á Náttúrufræðistofnun. Steingervingasafnið sem sérstakt safn er því fullra 30 ára um þessar mundir. Samhliða skráningu var gripum endurraðað þannig að auð- veldara væri að nota safnið til rann- sókna. Endurröðun alls safnkostsins var í fyrsta skipti lokið og allt safnið skráð árið 1977. í framhaldi af þeim áfanga vom birt kort og listar yfir alla þekkta fundarstaði skelja frá síðjökultíma og plöntusteingervinga úr jarðlögum frá tertíer og kvarter.1,2 Frá þeim tíma hefur verið reynt að skrá ný aðföng jafnóðum og halda þannig skráningu safnsins í horfinu með dyggri aðstoð nemenda í jarð- og steingervingafræði. Breyting varð á þessu 1998 þegar fjórðungur úr ársverki sérfræðings var eyrna- merktur safnstörfum í þágu stein- gervingasafns. Á þeim tíma sem liðinn er hefur tekist að virtna upp hala nýskráninga og koma öllum safnkosti í gagnagrunn Jarðfræði- sviðs Náttúrufræðistofnunar en tölvuskráning safnsins hófst haustið 1995. Gagnasöfn Náttúrufræðistofnunar UM STEINGERVINGA Við skráningu er notað gagna- grunnsforritið FileMaker Pro, það sama og steinasafn Náttúrufræði- stofnunar er skráð í.3 Skrár stein- gervingasafnsins eru þrjár: origin- alaskrá, ritaskrá og steingervinga- skrá. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu einkennum þessara þriggja skráa eða gagnasafna. Originalaskráin hefur að geyma íslenska steingervinga sem fjallað hefur verið um og birtar myndir af á prenti. I safninu eru nú varðveittir ríflega 500 gripir en 784 skráningar em komnar. Ástæðan fyrir þessum mismun er sú að gripir sem safnað var og lýst úr leiðöngrum rúss- neskra vísindamanna á 8. áratug síðustu aldar4,5 hafa ekki allir verið afhentir safninu. Ritaskráin inniheldur bókfræði- legar upplýsingar um rit og ritgerðir þar sem skrifað er um íslenska steingervinga sem hafa borist til safnsins. I dag em í skránni 35 rit en enn vantar nokkuð upp á að öll sýni íslenskra steingervinga, sem fjallað hefur verið um í prentuðu máli, hafi skilað sér til safnsins. Þannig em rit um íslenska steingervinga í raun nokkru fleiri en fjöldi skráninga gefur til kynna. Steingervingaskráin er þriðja og jafnframt stærsta skrá steingervinga- safnsins. Um áramótin 2003/2004 geymdi hún 5542 aðfanganúmer eða færslur. Þar er að finna upplýsingar um alla aðra gripi safnsins en þá sem tilheyra originalasafni, þ.e. bæði innlenda og erlenda steingervinga og sýni sem tengjast á einn eða annan hátt fomu lífríki landsins. I síðastnefnda hópnum eru m.a. íslensk sýni þar sem hlutfall kol- efnissamsætnanna 14C/12C hefur verið mælt vegna aldursákvörðunar með geislakolsaðferð. Þau sýni komu frá háskólanum í Uppsölum í árslok 1997 þegar geislakolsaldurs- greiningastofan, sem dr. Ingrid U. Olsson prófessor veitti forstöðu um árabil, var lögð niður. Gripir í steingervingaskránni em Náttúrufræöingurinn 72 (3-4), bls. 165-169, 2004 165

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.