Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 83
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
dal. Einnig er sýslan eða bæjarfélagið
tilgreint (fylki eða landshluti þegar
um erlent ríkjasamband er að ræða).
Island kemur sjálfkrafa upp þegar
kemur að reitnum land (annars er þar
skráð nafn á ríki eða ríkjasambandi).
Næstu fjórir reitir lúta að upp-
lýsingum um firtnanda eða safnanda
og gefanda, hvenær sýninu var safnað
og hvenær það var skráð í safnið.
Seinni dagsetningin færist sjálfkrafa
inn við skráningu. Að lokum er
ákvörðun tekin um það í hvaða
undirsafiii (sjá 1. töflu) sýnið skuli
varðveitt og ef ekki er pláss í við-
eigandi skápum vegna þrengsla eða
stærðar grips er skráð hvar sýnið er
geymt og reiturinn hvar geymt fylltur
út í samræmi við það.
Notagildi
STEINGERVINGASAFNSINS
Meginhluti steingervingasafnsins er
nokkuð aðgengilegur þeim sem leita
eftir að nota það. Svæðasafninu er
raðað í geymsluskápa eftir sýslum og
því tiltölulega auðvelt að fá yfirsýn
yfir hvað finna má á hverjum stað.
Fyrirferðarmiklum gripum, sem ekki
var hægt að hafa til sýnis í
sýningarsal, hefur þó þurft að koma
fyrir í geymslu. Þar er einkum um að
ræða viðarsteina og surtarbrand úr
blágrýtismynduninni og trjáboli úr
mómýrum frá nútíma.
Erlenda svæðasafnið er enn í
kössum, en plássleysi háði safninu
um tíma og var þá gripið til þess ráðs
að pakka erlendum gripum niður til
að skapa pláss í skápum fyrir ný
innlend aðföng. Það voru einkum
kennarar ásamt nemendum fram-
haldsskólanna sem notfærðu sér
erlenda safnhlutann, enda hafa þeir
sjaldnast aðgang að erlendum stein-
gervingum í skólunum. Þetta er því
einkum bagalegt fyrir kennslu á
framhaldsskólastigi en stendur
vonandi til bóta nú með bættu
geymslurými Náttúrufræðistofnunar
í Reykjavík. Einhver bið gæti þó orðið
á hirslukaupum vegna viðvarandi
fjárskorts sem háir stofnuninni rétt
eins og forveranum, Náttúrugripa-
safninu.11
Steingervingasafnið nýtist einkum
við samanburðarrannsóknir á flóru
og fánu fýrri jarðsögutímabila. Til
safnsins leita jafnt innlendir sem
erlendir vísindamenn auk jarðfræði-
nema sem eru að vinna að verkefnum
tengdum rannsóknum á jarðsögu
Islands, steingervingafræði, út-
breiðslu og uppruna tegunda og jarð-
lagafræði.
Við gerð jarðfræðikorta kemur
gagnasafn um steingervinga að veru-
legum notum því þar má kalla fram
einstaka landshluta og fá upp lista
yfir alla steingervinga sem finnast á
því svæði. Gagnsemin mun aukast til
mirna þegar búið verður að hnita inn
alla fundarstaði og tengja skrár við
landfræðileg upplýsingakerfi. Kortið
auðveldar yfirsýn yfir safnkostinn og
hjálpar til við að sjá hvar bera skuli
niður til að bæta í eyður safnsins, en
eitt af markmiðum vísindasafnsins er
að sjá til þess að í því séu varðveitt
eintök af öllum tegundum stein-
gervinga úr jarðlögum Islands.
Lokaorð
Gagnasöfn má ætíð auka og bæta og
gildir það einnig um steingervinga-
skrá NI. Hnit fundarstaða hafa ekki
verið skráð nema á allra nýjustu
fundarstöðunum eftir að GPS-
tæknin kom til sögunnar. Þá þarf að
samræma betur skráningu eldri
fundarstaða þannig að leit í skrártni
verði sem öruggust.
Ljósmyndir tengdar færslum í
gagnagrunn gætu aukið rann-
sóknargildi safnsins verulega. Huga
má að stafrænni ljósmyndun safn-
gripa og til að byrja með er brýnast
að eiga myndir af þeim gripum sem
nú eru óaðgengilegir í geymslu-
kössum.
Vefaðgangur að skránum er
einnig verðugt verkefni sem komið
hefur til tals. Það mál þarfnast þó
nánari athugunar enda að mörgu
leyti vandmeðfarið, m.a. vegna þess
hve viðkvæmir sumir fundarstaðir
eru og því óþarfi að vekja of mikla
athygli á þeim.
Stefnt er að því að koma geymslu-
málum í betra horf þannig að safnið
nýtist sem best, sérstaklega til
fræðslu framhaldskólanema um
lífríkið á þeim jarðsögutímabilum
þegar ísland var enn ekki myndað.
I’AKKIR
Sveini P. Jakobssyni, (Náttúrufræðistofnun
íslands) er þakkaður yfirlestur og góðar
ábendingar.
Heimildir
1. Sigríður Friðriksdóttir 1978. Fundarstaðir
skelja frá síðjökultíma. Náttúrufræðing-
urinn 48. 7S-85.
2. Sigríður Friðriksdóttir 1978. Fundarstaðir
surtarbrands og annarra plöntuleifa.
Náttúrufræðingurinn 48. 142-156.
3. Sveinn P. Jakobsson og Kristján Jónasson
2000. Gagnagrunnur steinasafns Náttúru-
fræðistofnunar íslands. Náttúrufræði-
stofnun íslands, Ársrit 1998 (ritstj. Álf-
heiður Ingadóttir). Bls. 19-24.
4. Akhmetiev, M.A., Bratseva, G.M.,
Giterman, R.E., Golubeva, L.V. & Moise-
yev, A.I. 1978. Late Cenozoic stratigraphy
and flora of Iceland. Academy of Sciences
of the USSR. Transactions 316. 188 bls.
5. Gladenkov, Y.B., Norton, P. & Spaink, G.
1980. Upper Cenozoic of Iceland (Strati-
graphy of Pliocene-Pleistocene and
Paleontological Assemblages). Academy
of Sciences of the USSR. Transactions 345.
116 bls.
6. Jóhannes Áskelsson 1946. Um gróður-
menjar í Þórishlíðarfjalli við Selárdal.
Andvari 71. 80-85.
7. Jóhannes Áskelsson 1957. Myndir úr
jarðfræði íslands VI. Þrjár nýjar plöntur
úr surtarbandslögunum í Þórishlíðarfjalli.
Náttúrufræðingurinn 27. 24-29.
8. Hafdís Eygló Jónsdóttir og Margrét Halls-
dóttir 2001. Nýr fundarstaður plöntu-
steingervinga í Eyjafirði. Vorráðstefna
2001. Ágrip erinda og veggspjalda. Jarð-
fræðafélag íslands. 27.
9. Magnús A. Sigurgeirsson og Sveinn P.
Jakobsson 1997. Trjábolaafsteypur í
Skriðnafellsnúpi á Barðaströnd. Náttúru-
fræðingurinn 67. 33-43.
10. Jóhannes Áskelsson 1960. Fossiliferous
xenoliths in the Móberg formation of
South Iceland. Acta Naturalia Islandica II-
3. 30 bls.
11. Finnur Guðmundsson 1951. Þættir úr
sögu náttúrugripasafnsins. Náttúrufræð-
ingurinn 21. 51-64.
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Margrét Hallsdóttir
Náttúrufræðistofnun íslands
Pósthólf 5320
IS-125 Reykjavík
mh@ni.is
Um hofundinn
tMargrét Hallsdóttir (f.
1949) lauk BS-prófi í
jarðfræði frá Háskóla ís-
lands 1973 og doktors-
prófi í ísaldarjarðfræði frá
Háskólanum Lundi í
Svíþjóð 1987. Hún fékkst
við rannsóknir og kennslu
við Raunvísindastofnun
Háskólans og Háskóla íslands um 17 ára
skeið en starfar nú við Náttúrufræðistofnun
íslands, þar sem hún sér um frjómælingar og
frjórannsóknir ásamt því að vera umsjónar-
maður steingervingasafns.
169