Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 85

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 85
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags fjárhag þess, í samræmi við við- varandi aukna og almenna félags- deyfð í landinu og samkeppni um athygli landsmanna. Er ekki að sjá að sú þróun muni snúast til betri vegar á næstu árum. Við það bætist, sem ekki er óskylt þessari þróun, að erfiðara er að fá fólk til sjálfboða- liðastarfa fyrir félagið. Jafnframt hefur sú þróun orðið á aðstæðum á vinnustöðum að torveldara er að koma að almennu félagsstarfi á vinnutíma, sem iðulega er þörf, og kemur þetta allt niður á starfi félagsins, að stjóm þess meðtalinni og vinnuframlagi hennar. Gætti þess greinilega, þegar stjórn félagsins varð að bæta á sig störfum, eftir að starf framkvæmdastjóra félagsins var lagt niður á árinu áður. Hefðbundin starfsemi félagsins var af öllum þessum ástæðum þróttminni en oft áður. Út kom heill árgangur af Náttúrufræðingnum og hefur útgáfa hans því ekki dregist meira aftur úr í tíma. Sú eina fræðsluferð sem farin var á vegum félagsins (fimm daga ferð í Þjórsár- tungur) lenti um sumt í handa- skolum og mistökum í undirbúningi og varð þátttaka með alminnsta móti, þó að ferðin tækist annars vel hvað fræðingu og ánægju þátt- takenda varðar. Niður féll fræðslu- erindi í febrúar og mæting á sum önnur var dræm, en þar bætti þó úr skák samstarf við Náttúrufræðistofu Kópavogs um áhugaverð og fjölsótt erindi, en 161 maður sótti erindi Hjörleifs Guttormssonar um nátt- úrufar á Eyjabökkum í Salnum í Kópavogi í mars. Það horfir því svo að félagið verður annaðhvort að sníða sér stakk eftir vexti og draga saman starfsemi sína eða finna verður nýjar leiðir til eflingar starfseminni, sem þó ekki blasa við í svip. Reikningar félagsins Gjaldkeri félagsins, Kristinn Alberts- son, gerði grein fyrir reikningum félagsins og voru þeir samþykktir án athugasemda. Velta félagsins var tæpar 4 milljónir króna og lítils háttar afgangur. Fé í sjóði var nærri 3V2 milljón króna en eignir taldar rúmar 7 milljónir króna, með úti- standandi skuldum og metnum birgðum, sem eðlilega eru annað en handbært fé. Er því fjárhagur félagsins áfram heldur þröngur. Argjöld voru áfram 3.600 kr. fyrir einstakling, 4.200 kr. fyrir hjón (fá eitt eintak af Náttúrufræðingnum) og 2.400 kr. fyrir ungmenni (23 ára °g yngri). Skýrslur nefndafulltrúa Lesin var skýrsla frá fulltrúa HIN í Hollusturáði, Hákoni Aðalsteins- syni, en þar hafði fátt stórt orðið til tíðinda. Svipaða sögu hafði að segja fulltrúi HIN í Dýraverndarráði, Amór Þ. Sigfússon, nema hvað þar koma jafnan leiðindamál um dýra- meðferð fyrir. Stjórnarkjör Endurkjömir vom án mótframboðs þeir Hilmar J. Malmquist og Hregg- viður Norðdahl, en Guðrún Schmidt gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Helgi Torfason jarðfræðingur kjörinn án mótframboðs í hennar stað. Skoðunarmenn reikninga og varaskoðunarmaður voru endur- kjömir án mótframboðs. ÖNNUR MÁL Formaður HIN kynnti þrjár tillögur til ályktunar frá stjóm HIN. Vom þær ræddar og síðan samþykktar einróma. Þær em eftirfarandi: 1) Alyktun um Náttúruminjasafn: „Aðalfundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags (HIN), haldinn 26. febrúar 2001 í Reykjavík, skorar á hlutaðeigandi stjómvöld að efna sem fyrst á myndarlegan hátt til sýningar- og kennslusafns á lands- vísu um náttúmfræði (Náttúm- minjasafns) í höfuðborg Islands, Reykjavík, sem styðjist við vís- indasafn Náttúrufræðistofnunar Islands. Jafnframt verði eflt sýn- ingar- og kennslusafn um náttúm- fræði á Akureyri á sama gmnni." 2) Ályktun um kísilgúrnám í Mý- vatni: „Aðalfundur Hins íslenska náttúmfræðifélags (HÍN), haldinn 26. febrúar 2001 í Reykjavík, beinir því til stjórnvalda og annarra hlutaðeigandi aðila að nýta það lag, sem nú hefur skapast við ákvörðun um uppbyggingu kísil- duftsverksmiðju í Mývatnssveit í stað kísilgúmáms úr Mývatni, og leggja af áform um kísilgúrvinnslu í Syðri-Flóa, sunnan við Teiga- sund. Nauðsynlegu lágmarksnámi gúrs til örfárra ára verði frekar sinnt á leyfðum svæðum í Ytri- Flóa. Með þessu er svokallaðri var- úðarreglu fylgt á eðlilegan hátt og stuðlað markvisst að varðveislu hins einstæða náttúrufars Mý- vatns." 3) Ályktun um Þingvallavatn: „Aðal- fundur Hins íslenska náttúru- fræðifélags (HÍN), haldinn 26. febrúar í Reykjavík, ítrekar álykt- anir fyrri aðalfunda HÍN árin 1996, 1997, 1998, 1999 og 2000 um vöktun lífríkis Þingvallavatns, náttúrufar og vemdun vatnasviðs Þingvallavatns með sérstakri áherslu á eftirfarandi atriði: - Komið verði sem fyrst á skipu legri langtímavöktun á lífríki Þingvallavatns. - Þingvallasvæðið og vatnasvið Þingvallavatns verði verndað á viðeigandi hátt, þar sem litið sé sérstaklega til einstaks lífríkis Þingvallavatns, söguhelgi Þing- valla og sjónarsviðs þeirra og stór- merkilegs náttúrufars vatnasviðs Þingvallavatns. - Unnið verði viðeigandi kynning- arefni um náttúmfar svæðisins og það gert aðgengilegt gestum á svæðinu og almenningi öllum." Fræðslufundir Að venju voru fræðslufundirnir haldnir að kvöldi dags (kl. 20:30) síðasta mánudag í mánuði hverjum yfir vetrartímann. Fundimir voru haldnir í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans, í Lögbergi (nóvember) og í Salnum í Kópavogi (mars og október, í samvinnu við Náttúru- fræðistofu Kópavogs). Er hlutað- eigandi húsráðendum þakkað fyrir afnot húsnæðisins og hússtjómend- 171
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.