Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 87
Freysteinn Sigurðsson
Tímarit Hins íslenska náttúrut'ræðifélags
Skýrsla
um Hið íslenska
NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAG
FYRIR ÁRIÐ 200L
Félagar
Fjöldi félaga og áskrifenda var í
árslok 1.174 og hafði þeim fækkað
um 53 á árinu. Heiðursfélagar voru
10, kjörfélagar 7 og ævifélagar 12 í
árslok og hafði þar engin breyting á
orðið á árinu. Almennir félagar voru
925 og hafði fækkað um 42 á árinu.
Félagar og stofnanir erlendis voru 41
og hafði fækkað um 2 á árinu, en
stofnanir innanlands voru 127 og
hafði einnig fækkað um 2 á árinu.
Svokallaðir skólafélagar eða ung-
mennafélagar voru 38 og hafði
fækkað um 7 á árinu. Hjón eða hjóna-
félagar voru 14 og var sá fjöldi
óbreyttur. Alls létust 7 félagar á árinu,
22 sögðu sig úr félaginu, 47 voru
strikaðir út af félagaskrá vegna
vanskila, en 23 nýir félagar voru
skráðir í félagið, þar af 6 skólafélagar.
Stjórn og starfsmenn
Stjóm Hins íslenska náttúrufræði-
félags (HÍN) á árinu 2001, frá
aðalfundi, var skipuð sem hér segir:
formaður Freysteinn Sigurðsson,
varaformaður Hreggviður Norðdahl
(sá um fréttabréf), ritari Guðrún
Larsen, gjaldkeri Kristinn Alberts-
son, meðstjórnendur Helgi Guð-
mundsson (sá um ferðir), Helgi
Torfason og Hilmar J. Malmquist (sá
um fræðslufundi). Skoðunarmenn
reikninga vom Kristinn Einarsson
og Tómas Einarsson en vara-
skoðunarmaður Amór Þ. Sigfússon.
Fulltrúi HÍN í Dýravemdarráði
var Arnór Þ. Sigfússon fuglafræð-
ingur og til vara Hrefna Sigurjóns-
dóttir líffræðingur, bæði tilnefnd til
1. júlí 2002. Fulltrúi HÍN í Hollustu-
háttaráði var Hákon Aðalsteinsson
vatnalíffræðingur og til vara Mar-
grét Hallsdóttir jarðfræðingur, bæði
tilnefnd til 1. maí 2002.
Útbreiðslustjóri HIN var áfram
Erling Olafsson, líffræðingur á Nátt-
úrufræðistofnun íslands. Hann sá
um félagaskrá HÍN, dreifingu frétta-
bréfs félagsins og Náttúrufræðings-
ins, tímarits HIN, og innheimtu
félagsgjalda.
Ritstjóri Náttúrufræðingsins var
áfram Álfheiður Ingadóttir, líf-
fræðingur á Náttúrufræðistofnun
Islands, samkvæmt samningi við þá
stofnun um útgáfu tímaritsins.
Stjómarfundir vom haldnir fjórir
á árinu, en fréttabréf komu þrjú út á
því.
N EFNDIR OG RÁÐ
Ritstjórn Náttúrufræðingsins var
óbreytt frá fyrra ári og svo skipuð:
Formaður Áslaug Helgadóttir
gróðurvistfræðingur, Ámi Hjartar-
son jarðfræðingur, Gunnlaugur
Björnsson stjarneðlisfræðingur,
Lúðvík E. Gústavsson jarðfræðingur
og Marta Olafsdóttir framhalds-
skólakennari. Hreggviður Norðdahl
sat fundi ritstjórnar sem fulltrúi
stjómar HÍN.
Fagráð Náttúrufræðingsins var
einnig óbreytt frá fyrra ári og svo
skipað: Ágúst Kvaran efnafræð-
ingur, Borgþór Magnússon gróður-
vistfræðingur, Einar Sveinbjömsson
veðurfræðingur, Guðmundur V.
Karlsson framhaldsskólakennari,
Guðrún Gísladóttir landfræðingur,
Hákon Aðalsteinsson vatnalíffræð-
ingur, Ingibjörg Kaldal jarðfræðing-
ur, Ólafur Ástþórsson fiskifræðing-
ur og Ólafur K. Nielsen fugla-
fræðingur.
Aðalfundur
Aðalfundur Hins íslenska náttúm-
fræðifélags fyrir árið 2001 var
haldinn laugardaginn 3. mars 2002
kl. 14-15:30 í stofu II í aðalbyggingu
Háskóla Islands. Fundarstjóri var
kjörinn Páll Hersteinsson dýrafræð-
ingur og fundarritari Helgi Torfason
jarðfræðingur. Fundinn sóttu 10
manns.
SkÝrsla formanns
Formaður félagsins, Freysteinn
Sigurðsson, flutti skýrslu um starf-
semi félagsins á árinu 2001, en hún
var í meginatriðum með hefðbundn-
um hætti. Þrátt fyrir aðþrengdar
aðstæður tókust þau atriði flest
nokkm betur en á fyrra ári. Aðeins
komu út tvö hefti af Náttúru-
fræðingnum, en dregið hefur heldur
úr framboði efnis í hann. Fræðslu-
ferð félagsins (langa ferðin) tókst vel,
bæði í undirbúningi og framkvæmd,
og fræðslufundir voru haldnir í
fullum fjölda og vel sóttir. Áhyggj-
um veldur þó, að áfram fækkar í
félaginu og æ tregara verður um
sjálfboðaliðastarf fyrir það, en visst
173