Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 89

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 89
Tímarit Hins íslenska náttúrutræðifélags -Unnið verði viðeigandi kynning- arefni um náttúrufar svæðisins og það gert aðgengilegt gestum á svæðinu og almenningi öllum." Fræðslufundir Að venju vom fræðslufundir félags- ins haldnir að kveldi dags, síðasta mánudag í mánuði hverjum yfir vetrartímann, svo sem verið hafði um áratuga skeið, en fundir þessir höfðu á þessu ári verið haldnir sem næst reglulega í átta áratugi. Er ekki léttvægt framlag félagsins með fundum þessum til fræðslu þjóðar- innar um náttúm landsins og nátt- úrufræðileg efni. Fundimir voru þetta ár haldnir í stofu 101 í Lögbergi, húsi Háskóla Islands, og er húsráðendum þakkað fyrir afnot af húsnæðinu og aðstoð við fundar- hald. Fundirnir voru auglýstir í fréttabréfum HÍN og í dagskrár- kynningum í fjölmiðlum. Þakkar HIN fyrir þá fyrirgreiðslu. Fyrirlesarar og erindi voru sem hér segir: 29. janúar: Guttormur Sigbjamarson jarðfræðingur: Þingvallavatn - Langjökull. Fundinn sóttu 33 manns. 26. febrúar: Jóhann Óli Hilmarsson formaður Fuglaverndarfélgsins: Fuglalíf í Arnarnesvogi og Skerjafirði. Fundinn sótti 41 maður. 26. mars: Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur: Þjórsárver. Vin í eyðimörkinni. Fundinn sóttu 59 manns. 28. maí: Ingibjörg Kaldal jarðfræð- ingur: Saga Hálslóns. Fundinn sóttu 28 manns. 29. október: Guðmundur Ómar Frið- leifsson jarðfræðingur: Torfa- jökulssvæðið, eitt mesta háhita- svæði íslands. Fundinn sóttu 64 manns. 26. nóvember: Ólafur Ingólfsson jarð- fræðingur: Náttúrufar á Suður- skautslandinu. Þróun og breyting- ar. Fundinn sóttu 82 manns. Alls sóttu rúmlega 300 manns þessa fundi og er það yfir fimmtíu manns á fund að meðaltali, sem verður að teljast vel viðunandi fundarsókn. Fræðsluferðir Aðeins ein ferð var farin þetta árið, Langa ferðin, á Fjallabak og í Skaftárhrepp, 25.-29. júlí. Ferða- skrifstofa Guðmundar Jónassonar sá um skráningu í ferðina og í gistingar, en farið var á bíl frá Guðmundi Jónassyni hf. Er viðskift- endum á fyrirtækjum þessum og bílstjóra þökkuð einstök lipurð og alúð í undirbúningi og framkvæmd ferðarinnar. Stjórnarmenn höfðu þessu sinni náð tökum á undir- búningi ferðar og tókst hann með ágætum. Félagið hefur nú í sex áratugi farið árlega í skoðunarferðir af þessum toga á sumri hverju. Langa ferðin Farið var fram og aftur um Fjallabak (það er aðeins eitt, milli Mýrdals- jökuls og Torfajökuls) og um óbyggðir og sveitir í Skaftárhreppi. Gist var fjórar nætur í Vík í Mýrdal og gert út þaðan, en ferðast var á bíl frá Guðmundi Jónassyni. Fararstjóri og aðalleiðsögumaður var Frey- steinn Sigurðsson, jarðfræðingur og formaður HÍN. Var þetta tólfta ferðin í röð sem hann undirbjó, fararstýrði og hafði leiðsögn um, og jafnframt sú síðasta í þeirri röð. Um 40 manns tóku þátt í ferðinni og vom þeir mjög ánægðir með hana, þó að bjartviðri og óraveguskyggni væri lítið í henni. Miðvikudag, 25. júlí, var lagt upp um kl. 9 frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík og ekið sem leið liggur austur á Rangárvelli, upp hjá Keldum og upp á Laufaleitir, þar sem hádegishlé var tekið við lindir Laufalækjar í Laufahrauni undir Laufafelli. Áfram var haldið yfir Launfitarsand við Markarfljót, Sátubotna, Torfalæk, Hvanngil og Mælifellssand austur að Bryta- lækjum og Hólmsárgljúfri, og þaðan um Álftavatnskrók, ofan Skaftártungu og yfir Mýrdalssand í Vík, þangað sem komið var undir kvöldmatarleytið. Veður var sæmi- lega hlýtt, skýjað og lygnt en ýringur annað veifið austan til. Fimmtudag, 26. júlí, var lagt upp um kl. 9 og farið upp um Skaftár- tungu og Eldgjá inn að Langasjó, þar sem tekið var hádegis- og útsýnishlé. Þaðan var farið út fyrir Sveinstind og gengið á útsýnisstað yfir Skaftá, sunnan hans. Farið var sömu leið til baka, niður um Eldgjá og Hólaskjól og áfram til Víkur. Veður var þurrt að kalla, en skýjað og létt gola. Föstudag, 27. júlí, var lagt upp um kl. 9 og ekið austur yfir Mýrdalssand, austur á Síðu og Lakaleið upp að Laka, þar sem tekið var hádegishlé og skoðuð hraun og gígar. Áfram var haldið um útsýnisstað á Stóraskeri, að Tjarnargíg, sem var skoðaður, út að Varmá og til baka sömu leið hjá Fagrafossi og Fjaðrárgljúfri og svo til Víkur. Veður var þurrt en skýjað framan af degi, en væta undir kvöld. Laugardag, 28. júlí, var enn lagt upp um kl. 9 og ekið austur á Síðu, þar sem farinn var hringur um Landbrot og Meðalland, um Leið- völl, Eldvatn, Tröllshyl og Ófærugil með hádegishléi. Þaðan var farið austur Síðu hjá Dverghömrum og austur að Hverfisfljóti, en svo til baka vestur yfir Eldhraun með útúrkróki að Fljótsbotni, hringferð um Álftaver og aftur til Víkur. Veður var þurrt en svalt og fjalla- skýjað. Sunnudag, 29. júlí, var lagt upp um kl. 10 og farið austur um Mýr- dalssand en síðan upp Öldufells- leið, með hléi við Hólmsárfoss og gegnt Öldufelli. Þaðan var farið vestur Mælifellssand og ofan um Emstrur og Grænafjall, litið á Mark- arfljótsgljúfur og um Einhyrnings- mörk og Fljótshlíð og komið árla kvölds til Reykjavíkur. Veður var þurrt að kalla en sólarlítið austan til en væta vestan til. ÚTGÁFA Út kornu í einu hefti 2.-3. hefti 70. árgangs Náttúrufræðingsins. 175
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.