Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 51 HlllIIIlllllllllllllllllllllll1111111111llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll til dæmis Ganges í Indlandi og Amazonfljóti í Brazilíu, gefur oft að líta mikla trjáboli, hlaðna ýmiskonar dýrum og gróðri, og alveg sömu þýðingu hafa hafstraumarnir til þess að flytja dýr og plöntur. Þá má ekki gleyma hafísnum, öllum Islend- ingum er kunnugt hvernig hann getur borið með sér ýmsar dýra- tegundir hingað til lands, eins og t. d. rostunga og hvítabirni, og enginn veit til hlítar hvaða þýðingu hann hefur haft fyrir dýralíf landsins í heild sinni, sem landbrú. Loks geta vindarnir hrakið ýms dýr landanna á milli, enda hafa oft borizt hingað fuglar og fiðrildi frá nágrannalöndunum, með austlægum vind- um, og er þar skammt að minnast. Það eru þó frekar fáar teg- undir æðri og stærri dýra, sem straumar, vindar og ís geta borið frá einu landi til annars, en af ýmsum lægri dýrum er mikill fjöldi, sem ósjálfrátt fær sér ókeypis far á þennan hátt. Mörg hinna lægri dýra eru einnig prýðilega úr garði gerð til slíkra ferðalaga, þau geta borizt með öðrum dýrum, ýmist sem sníklar þeirra, sem egg eða lirfur, eða loks í einskonar dvalagerfi, sem er vel fallið til þess að standast hrakninga. Enda þótt dýrunum séu margar leiðir færar, til þess að komast frá einum stað á annan, megum við þó ekki gleyma því, að eitt er að dýrið getur unnið sér nýtt heimkynni, en annað mál er það, hvort það geti alið þar aldur, hvort skilyrði þau, sem það krefst, eru þar fyrir hendi, hvort keppinautar eru þar margir, hvort óvinir leggja það að velli og svo framvegis. Fyrir þau dýr, sem lifa í sjónum, hafa hafstraumarnir, selt- an og hitinn mikla þýðingu. Því seltan og hitinn eru skilyrði, sem verða að vera innan ákveðinna marka fyrir hverja tegund, en straumarnir eru sá þjóðvegur, sem flytur hersveitir sævardýr- anna úr einum stað á annan. Þessu til skýringar skulum við minnast álsins. Við norðanvert Atlantshaf eru til tvær tegundir af ál, önnur Evrópumegin, en hin við str.endur N-Ameríku, en engin tegund í Suður-Atlantshafi, fyrir sunnan miðbaug. Allur áll, bæði sá evrópiski og ameríski hrygnir á frekar takmörkuð- um stað í Atlantshafinu, þar sem hitinn er að minnsta kosti 7° C., seltan að minnsta kosti 35 fo, og dýpið að minnsta kosti þúsund metrar. Spyrjum við nú um, hvers vegna állinn lifi ekki við sunnanvert Atlantshaf, verður skýringin tvenn. I fyrsta lagi er ekki til neinn sá staður í sunnanverðu Atlantshafi, sem full- nægir hrygningarskilyrðunum, og í öðru lagi getur klakið frá hrygningarstöðinni í Norður-Atlantshafi, einungis borizt upp 4*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.