Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 97
iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiM
blettinum.) Hefir hann ekki mér vitanlega sézt hér á landi
fyrri, en vonandi lætur hann sjá sig oftar“.
Eftir þessari lýsingu aS dæma er ekki vafi á því, að hér hefir
verið um hringþröst að ræða. Hann á heima í Skandinavíu og
verpir í f jöllum og sumstaðar meira að segja í skergarði Svíþjóðar.
Á. F.
Þefvísi tófunnar.
Veturinn 1912 var eg, sem þetta rita, til heimilis að Hall-
steinsnesi við Þorskafjörð. Eitt sinn á jólaföstunni var eg að
reka hross í haga. Undanfarna daga hafði staðið stórhríð á
auða jörð, og hafði því skafið í allmiklar driftir, en víðast létt
til beitar.
Eftir að eg yfirgaf hrossin, ranglaði eg til sjávar og ætlað.i
að fylgja skógarjaðrinum heim. Eg hafði aðeins farið stuttan
spöl í fjörunni, þegar eg rakst á tófuför. Alveg að ástæðulausu
og fyrir einhverja strákslega forvitni fór eg að rekja förin,
jafnvel þótt þau lægju í þveröfuga átt v.ið það, sem eg ætlaði.
Eftir að hafa rakið sporin meðfram sjónum um stund, lágu
þau til fjalls, upp hryggmyndaðan skafl; rétt á miðjum skafl-
inum viku þau ca. 2 metra til hægri og hafði dýrið grafið sig
þar niður að jörð, skáhalt í gegnum skaflinn; holan mun hafa
verið allt að meter á dýpt; í botni holunnar var brotið egg-
skurn, sýnilega nýtæmt — fúlegg frá því um vorið.
Það er alkunna, að hundum er gefin sú fyrirhyggja, sem
mennirnir eru oft fátækir af, n. 1. að geyma það, sem til fellur
á nægtatímanum og líkaminn hefir ekki þörf fyrir í svip, til
harðæris.ins, og grafa þeir það þá í jörð eða hauga, en hvort
þeir eru að jafnaði öruggir um endurfundinn, læt eg ósagt. •—
Mér dettur aðeins í hug, að einhver skyldur eiginleiki hafi vísað
tófunni á eggið; hún hafi átt það geymt þarna frá nægtatíma
sumarsins og ver.ið svona viss um miðið. Hitt þykir mér þó lík-
legra, að hér hafi þefvísi hennar verið að verki.
Sig. Vagnsson.
7