Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 48
92 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1111111111.II...III...Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllll.Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll.Illll.1111111111» hann all-víða orðið að víkja fyrir manninum. Ennþá lifir hann þó allvíða í fjöllum og nærlægum löndum, og gerir mörg og ill spellvirki þegar sulturinn sverfur að og harðnar í búi á vet- urna. Fáeinar bjarndýrategundir eru á svæðinu, hin norðlæg- asta þeirra er hvítabjörninn, ein tegundin, sem stundum kemur hingað til íslands með ís, en í Evrópu er hinn alkunni brúni björn (landbjörninn), sem ekki er til í Ameríku. Þar er aftur á móti grái björninn, mun stærri og grimmari en frændur hans í Evrópu, og ganga margar sögur af viðureign hans og hvítra manna, fyrst þegar þeir komu til Norður-Ameríku. Sagt er að hann hafi verið svo ágengur og illvígur viðureignar, að illt hafi verið að vinna hann með haglabyssum, hvað þá heldur með lélegri vopnum. Annars eru til eitthvað tvær aðrar bjarnar- tegundir á þessu svæði, en hér skal ekki farið frekar út í það. 1 gamla heiminum er allmikið um merði, veslur, otra og fleiri rándýr, og það kemur all-oft fyrir, að stóru rándýrin, eins og til dæmis ljón, tígrisdýr, hýenur og sjakalar, komi inn á svæðið að sunnan, frá Indverska svæðinu og Afríska svæðinu. Alveg á sama hátt geta ýms stærri rándýr slæðst inn í nýja heiminn að sunnan, frá Suður- og Mið-Ameríku, en þar má nefna jagúar, púmu, þefdýr og hálfbirni. 1 byrjun Nýju aldarinnar var uppi mikill flokkur frumlegra spendýra, sem nú er með öllu liðinn undir lok, bæði í Norður- Ameríku og Evrópu. Brátt fór að bóla á ætt innan flokksins, sem að mörgu leyti var frábrugðinn hinum ættunum. Tennurn- ar fóru að breytast, rántönn fór að koma í ljós, og ýmislegt annað í beinbyggingunni breyttist jöfnum höndum, en útlit og lifnaðarhættir hafa sjálfsagt breytzt að sama skapi. Þetta var fyrsta byrjun að rándýrum. Þegar tímar liðu fram, klofnaði ætt- in í tvær greinar, önnur þeirra átti fyrir sér að verða ættmóðir hunda og bjarndýra, en hin átti að verða að mörðum og hýen- um. Fyrstu hundar hafa líklega, eftir jarðleifum að dæma, orð- ið til í Norður-Ameríku, en seinna dreifzt til Evrópu, og það- an um allan gamla heiminn, Afríku og Indland, en þó ekki fyrr en dró að lokum Nýju aldarinnar. Til Ástralíu hefir hundurinn iíklega ekki komizt fyrr en með manninum, en á það hefi ég minnst fyrr. Á meðan hundarnir voru ennþá á frumstigi sínu í Norður-Ameríku, hefir farið að bóla á nýrri grein á ættarstofni þeirra, þarna voru birnirnir að verða til. Seinna komu frændur þeirra ,hálfbirnirnir til sögunnar. Hálfbirnirnir hafa fljótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.