Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 48
92 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1111111111.II...III...Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllll.Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll.Illll.1111111111» hann all-víða orðið að víkja fyrir manninum. Ennþá lifir hann þó allvíða í fjöllum og nærlægum löndum, og gerir mörg og ill spellvirki þegar sulturinn sverfur að og harðnar í búi á vet- urna. Fáeinar bjarndýrategundir eru á svæðinu, hin norðlæg- asta þeirra er hvítabjörninn, ein tegundin, sem stundum kemur hingað til íslands með ís, en í Evrópu er hinn alkunni brúni björn (landbjörninn), sem ekki er til í Ameríku. Þar er aftur á móti grái björninn, mun stærri og grimmari en frændur hans í Evrópu, og ganga margar sögur af viðureign hans og hvítra manna, fyrst þegar þeir komu til Norður-Ameríku. Sagt er að hann hafi verið svo ágengur og illvígur viðureignar, að illt hafi verið að vinna hann með haglabyssum, hvað þá heldur með lélegri vopnum. Annars eru til eitthvað tvær aðrar bjarnar- tegundir á þessu svæði, en hér skal ekki farið frekar út í það. 1 gamla heiminum er allmikið um merði, veslur, otra og fleiri rándýr, og það kemur all-oft fyrir, að stóru rándýrin, eins og til dæmis ljón, tígrisdýr, hýenur og sjakalar, komi inn á svæðið að sunnan, frá Indverska svæðinu og Afríska svæðinu. Alveg á sama hátt geta ýms stærri rándýr slæðst inn í nýja heiminn að sunnan, frá Suður- og Mið-Ameríku, en þar má nefna jagúar, púmu, þefdýr og hálfbirni. 1 byrjun Nýju aldarinnar var uppi mikill flokkur frumlegra spendýra, sem nú er með öllu liðinn undir lok, bæði í Norður- Ameríku og Evrópu. Brátt fór að bóla á ætt innan flokksins, sem að mörgu leyti var frábrugðinn hinum ættunum. Tennurn- ar fóru að breytast, rántönn fór að koma í ljós, og ýmislegt annað í beinbyggingunni breyttist jöfnum höndum, en útlit og lifnaðarhættir hafa sjálfsagt breytzt að sama skapi. Þetta var fyrsta byrjun að rándýrum. Þegar tímar liðu fram, klofnaði ætt- in í tvær greinar, önnur þeirra átti fyrir sér að verða ættmóðir hunda og bjarndýra, en hin átti að verða að mörðum og hýen- um. Fyrstu hundar hafa líklega, eftir jarðleifum að dæma, orð- ið til í Norður-Ameríku, en seinna dreifzt til Evrópu, og það- an um allan gamla heiminn, Afríku og Indland, en þó ekki fyrr en dró að lokum Nýju aldarinnar. Til Ástralíu hefir hundurinn iíklega ekki komizt fyrr en með manninum, en á það hefi ég minnst fyrr. Á meðan hundarnir voru ennþá á frumstigi sínu í Norður-Ameríku, hefir farið að bóla á nýrri grein á ættarstofni þeirra, þarna voru birnirnir að verða til. Seinna komu frændur þeirra ,hálfbirnirnir til sögunnar. Hálfbirnirnir hafa fljótt

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.