Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 22
66 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiimiimimmiimmiiiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiimiiiiiiiiuii||||ij||miiiiiiiiiiimi
þar ekki aldur. Pokadýrin í Ameríku eru allólík frændum sín-
um í Ástralíu, flest eru þau frumleg- að skapnaði, og smá vexti,
en mjög blóðþyrst mörg þeirra, og gera oft mikinn óskunda á
alifuglabúum manna. Sumstaðar í Ameríku eru sumar tegund-
ir pokadýra einhver algengustu spendýrin þar.
Skordýraætur eru mjög fáar í Nýja ríkinu, en af leðurblökum
er mikið, meira en menn girnast. Flestar leðurblökur lifa annað
hvort á skordýrum eða aldinum, en í Nýja ríkinu eru til tegund-
ir, hinir svonefndu vampírar, sem sjúga blóð manna og dýra.
I nýja ríkinu lifa nokkrar tegundir af þeim flokki spendýra,
sem nefnist tannleysingjar, eða Edentata, þau helztu eru letidýr-
in, mauræturnar og beltisdýrin. Letidýrin lifa eingöngu í skóg-
um, og það meira að segja einkum hinum heitustu og votustu
frumskógum, þau lifa á aldinum, og hanga í trjágreinunum,
með kviðinn upp og hrygginn niður. Oft eru þau grænleit á að
sjá, og algerlega samlit umhverfinu, en það stafar af því, að
þörungagróður hefir tekið sér bústað í feldi þeirra, og verður
þeim óbeinlínis til varnar. Á hinn bóginn lifa mauræturnar flest-
ar á jafnsléttu, enda þótt örfáar tegundir hafist við í trjám. Þær
eru einkennilegar að því leyti, að höfuðið er afarlangt, tennur
eru engar, en tungan er löng og slímug, og vel fallin til þess að
veiða með skordýr. Loks má geta þess, að dýr þessi ganga á
handarbökunum. Einna einkennilegust eru þó beltisdýrin, vegna
þeirrar miklu brynju, sem hornlag húðarinnar hefir myndað um
líkamann. Plötur þær, sem á bolnum eru, girða dýrið eins og
belti, og af því er nafn þess dregið. Þessir flokkar tannleys-
ingja, sem hér hafa verið nefndir, hafa áreiðanlega átt upptök
sín á því svæði, sem nú er heimkynni þeirra, enda eru þau ekki
vel fallin til þess að dreifast um hnöttinn. En auk þeirra hefir
fyr á tímum verið um auðugri garð að gresja á ættmeiði þeirra,
því þá hafa lifað risavaxin letidýr, á stærð við nashyrning. Þau
hafa gengið á handarbökunum, eins og mauræturnar gera nú,
haft langan hala eins og þær, og í því verið frábrugðin letidýr-
unum, en að öðru leyti líkst þeim mjög, og verið nánustu ætt-
ingjar þeirra. Önnur tegund risadýra, sem nú eru úr sögunni,
hefir að öllum líkindum lifað til skamms tíma, hún hefir verið á
stærð við nautgrip, og sterkar líkur mæla með því, að frum-
byggjar álfunnar hafi notað hana sem húsdýr. Meðal þeirra
tannleysingja, sem lifðu í Nýja ríkinu á fyrri hluta nýju aldar-
innar, voru hin svonefndu skjalddýr. Þau voru um þrír metrar á