Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 40
84 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 311111II11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111) 1111111111,11,11111,, 111111111 (111, | ^^ því leyti til gamla heimsins í heild sinni, en svo hefi eg nefnt, eins og áður greinir, þann hluta Asíu, sem Indverska svæðið nær ekki yfir, alla Evrópu og mestan hluta Norður-Ameríku. Á Indlandi er til dæmis ein tegund svína, sem talin er ættmóðir ýmissa stofna af tömdum svínum. Önnur tegund er á Celebes, einkennileg að því leyti, að efri augntennurnar eru gríðarlega stórar, og ná langt fram úr munninum, og eru beygðar eins og horn, svo að í fljótu bragði virðist dýrið vera hyrnt, enda þótt hornin séu á nokkuð annarlegum stað á höfðinu. Nílhestar eru engir á svæðinu, en þar er aftur á móti ein tegund af tpír, indverski tapírinn.Þess er fyrr minnzt, að ein tegund tapíra á heima í Suður-Ameríku, og þetta eru einu tvær tegundirnar, sem nú eru á lífi. Víða á svæðinu eru nas- hyrningar, þeir eru útbreiddir um Austur-Indland, en eru einnig á Súmatra, Java og Borneó. Af stærri landdýrum vil eg loks nefna indverska fílinn; hann á heima bæði í Vestur- og Austur-Indlandi, og á eyjunum Súmatra, Borneó og Ceylon. Af dýrum, sem eiga heima bæði í Afríku og á Indlandi má nefna hina svonefndu hálfapa, sem fyr er getið. Margar eru tegundirn- ar sameiginlegar, eina tegund má þó nefna, sem sérkennir ind- Það er sjálfsagt orðum aukið, margt sem sagt er um grimmd ljósins •og tígrisdýrsins, mönnum hættir oft mjög við því að gera úlfalda úr mýflug- unni, þegar um hættur og afrek er að ræða, en þó er ekki nokkur vafi á því, að bæði þessi rándýr geta orðið ákaflega skæð lífi mannsins; eru það þá einkum gömul dýr, sem eru orðin of lasburða til þess að leggja að velli stóra og erf- iða bráð, og reynt hafa, ef til vill af tilviljun, hversu auðvelt og áhættulítið það er, að ríða manni að fullu. Enda þótt það eigi ekki heima hér, get eg þó ekki stillt mig um, að minnast á tvær nokkuð skringilegar tígrisdýrasögur. Einu sinni voru tveir Bretar uppi í tré, einhvers staðar á Indlandi. Allt í einu sáu þeir tígrisdýr, rétt við rætur trésins, og urðu þeir þá skelkaðir mjög, og annar svo, að hann missti festu í trénu, og datt niður, og lenti klofvega á hrygg tígrisdýrsins, en þó andsælis, þannig að andlit hans sneri að stíri dýrsins. Tígrisdýrið hafði ekki orðið mannanna vart, og brá því mjög þegar maðurinn lenti á hryggnum á því, og setti á harða stökk, allt sem fætur tog- uðu! Maðurinn sá það ráð vænst, að halda sér dauðahaldi, og þannig gekk um stund, þangað til tígrisdýrið réðst í gegnum þykkni, þá gat maðurinn ekki haldið sér lengur, og tígrisdýrið hvarf á augabragði sjónum hans. — Önnur sagan er um það, að riddaralið var einu sinni á heræfingu á Indlandi, stór fylking alvopnaðra manna, og vita þeir ekki fyrr til, en tígrisdýr stekk- ur úr fylgsni, rífur einn manninn af hestbaki og hleypur með hann til skógar, áður en nokkrum ráðum yrði við komið til þess að stöðva það. Var nú strax gerð gangskör að því að reyna að bjarga manninum, en allt kom fyrir ekki, •ef til vill hafa fundizt einhverjar leyfar af honum seinna, en ekkert fannst í þetta skipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.