Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 69
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 113
aiiimiimiimiiiiiimiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiimmimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimimiiiimiiiiiiiiiiimmiiiiiiu
Kartöflur vaxa mest seinni hluta sumarsins. Kartöflutegund var
nýlega flutt frá Suður-Ameríku til Svíþjóðar. Hún virtist þríf-
ast ágætlega, en þegar hirða átti álitlega uppskeru, fundust engar
kartöflur. Allur vöxturinn hafði farið í blöðin. Kartaflan var
reynd á ný og dagurinn styttur svo hann varð eins og í heima-
landi hennar. Þetta dugði, nú varð uppskeran góð. Flestar teg-
undir Sojabauna eru skammdegisjurtir. Þess vegna er erfitt að
rækta þær á Norðurlöndum, þótt ýmsar þeirra séu harðgerðar
og þoli vel kulda ef birtan er viö þeirra hæfi. Vegna löngu dag-
anna blómgast þær of seint hér norður frá. Þó finnast birtu-
ónæmar tegundir og þær einar ætti að reyna hér á landi. Dálítil
birtubreyting getur haft mikil áhrif á næmar tegundir. Soja-
baunategund nokkur blómgast t. d. 73 dögum fyrr en ella, ef
birtan er stytt úr 14tíma í 13 tíma á sólarhring. Chrysant-
hemumtegund blómgaðist vel ef dagurinn var 6—12 tímar. En
ef birtutíminn er lengdur í 15 stundir á dag, þá bar jurtin blóm
21/2 mánuði seinna en annars. Þetta eru skammdegisplöntur. 1
hitabeltinu springa blóm sömu tegundar oft út á sama morgni í
heilu héraði, þar sem veðrið er eins. Blóm ýmsra tegunda eru líka
öðru vísi á sumrin og haustin en að vorinu. Fjólur bera t. d. blá,
opin blóm á vorin, en græn og lokuð blóm þegar á sumarið líður.
Grænu blómin eru skammdegisblóm, en hin bláu langdegisblóm.
Það var sannað með tilraunum. Með því að lengja eða stytta dag-
inn (þ. e. láta ljós skína eða skyggja á) má flýta eða seinka fyrir
blómgun margra plantna. Hefir það nú víða fjárhagslega þýð-
ingu, t. d. í gróðurhúsum. Ilelluhnoðrategund (Sedum spectabile)
blómgast árlega í Svíþjóð. En ef birtan var látin vera minna en
12 tíma daglega blómgaðist jurtin ekki, en lifði þó í 9-ár. Birtan
veldur líka miklu um, hvort plöntur eru einærar eða fjölærar.
Smári, sem aðeins naut skammdegisbirtu, blómgaðist ekki í 4 ár.
Tekist hefir að láta sykurrófur bera blóm og fræ 5 sinnum á ári,
með því að láta þær njóta birtu mestan hluta sólarhringsins og fá
fremur lítinn hita. Sykurrófan er greinilega langdegisjurt. Birt-
an á mikinn þátt í því, hve gróðurinn er ólíkur útlits á hinum
ýmsu árstíðum. Á sumrin blómgast langdegisplöntur og á haustin
skammdegisplönturnar. Mjög snemma á vorin bera líka skamm-
degisjurtir blóm. Blómgast þær oft aftur í hlýju haustveðri. Birt-
an hefir einnig áhrif á vaxtar- og hvíldartíma plantnanna. Tefja
má fyrir blaðfalli margra trjátegunda, með því að auka við þær
birtuna á haustin. Haustmyrkrið virðist oft beinlínis valda því,
8