Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 34
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
HIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII>III>IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII>>IIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIII)
Snemma á nýju öldinni kom fram mjög einkennilegur flokk-
ur spendýra í Indlandi, hann var nílhestarnir. Þeir náðu brátt
miklum þroska, og dreifðust fljótt til Afríku og þaðan til Mada-
gaskar, sem þá var í sambandi við meginland álfunnar. Einnig
dreifðust þeir norður á bóginn, og áttu einu sinna heima um
mikinn hluta Evrópu. Síðan hafa þeir dáið út á öllu þessu svæði,
og eiga nú einungis heima í Afríku. Nánustu ættingjar nílhest-
anna eru svínin. Heimkynni þeirra er víða um lönd, í Afríku
eru til tvær tegundir, sem hvergi eru annars staðar, þær eru
vörtusvínið, nefnt þannig af tveimur hornvörtum, sem á því eru
fi'aman við augun, og toppsvínið, sem dregur nafn sitt af löng-
um hártoppum á eyrunum.
Hvar sem augum er rennt í Afríku, inni í frumskógunum,
meðfram ánum, á steppunum og í fjöllunum, eru antilópar. Af
þeim eru til fjöldamargar tegundir, með ýmsum litum, og ým-
islega í skapnaði, sumir hafa löng snúin horn, sumir eru grann-
ir og rennilegir, sumir eru klunnalegir. Margbreytnin er mjög
mikil, margir minna þeir þó helzt á hirti. Af öðrum klaufdýrum
vil ég nefna bufflana, sem eiga heima í Suður-Afríku, þeir eru
klunnaleg dýr, öllu stærri en nautgripir. Nautin eru mjög víga-
leg, þau hafa svo mikil horn, að þau eru vaxin saman í þykkan
beinskjöld um ennið þvert, og sagt er að þau séu mjög huguð
og einbeitt dýr, sem láti sér ekki allt fyrir brjósti brenna sé á
þau ráðist. Eftir sögusögnum veiðimanna að dæma, hvað vera
hættulegra að elta ólar við buffla og nashyrninga en við ljón
og tígrisdýr.
Eitt af einkennilegustu dýrum heimsins, gíraffinn, á nú ein-
ungis heima í Afríku. Á nýju öldinni hefir heimkynni hans ver-
ið miklu víðáttumeira en nú, það hefir þá náð yfir mikinn hluta
af Evrópu og Asíu, auk Afríku, en þegar maðurinn kom til sög-
unnar var hann allstaðar fallinn í valinn nema í Afríku, þar var
hann víða. Síðan hvítir menn komu þangað hefir honum þó farið
stórum hrakandi, og er nú einungis á frekar takmörkuðum
svæðum. Gíraffinn á nú fáa ættingja á lífi, nema ókapann, sem
fannst fyrir nokkrum árum í Mið-Afríku. Hann er dálítið líkur
gíröffum í vaxtarlagi, en all-einkennilegur á lit, því að hann
er rauður, með svartröndótta fætur.
Um fílana og þróunarsögu þeirra skal látið nægja að taka
þetta fram. Elzti forfaðir þeirra, og um leið forfaðir sækúnna,