Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 34
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN HIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII>III>IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII>>IIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIII) Snemma á nýju öldinni kom fram mjög einkennilegur flokk- ur spendýra í Indlandi, hann var nílhestarnir. Þeir náðu brátt miklum þroska, og dreifðust fljótt til Afríku og þaðan til Mada- gaskar, sem þá var í sambandi við meginland álfunnar. Einnig dreifðust þeir norður á bóginn, og áttu einu sinna heima um mikinn hluta Evrópu. Síðan hafa þeir dáið út á öllu þessu svæði, og eiga nú einungis heima í Afríku. Nánustu ættingjar nílhest- anna eru svínin. Heimkynni þeirra er víða um lönd, í Afríku eru til tvær tegundir, sem hvergi eru annars staðar, þær eru vörtusvínið, nefnt þannig af tveimur hornvörtum, sem á því eru fi'aman við augun, og toppsvínið, sem dregur nafn sitt af löng- um hártoppum á eyrunum. Hvar sem augum er rennt í Afríku, inni í frumskógunum, meðfram ánum, á steppunum og í fjöllunum, eru antilópar. Af þeim eru til fjöldamargar tegundir, með ýmsum litum, og ým- islega í skapnaði, sumir hafa löng snúin horn, sumir eru grann- ir og rennilegir, sumir eru klunnalegir. Margbreytnin er mjög mikil, margir minna þeir þó helzt á hirti. Af öðrum klaufdýrum vil ég nefna bufflana, sem eiga heima í Suður-Afríku, þeir eru klunnaleg dýr, öllu stærri en nautgripir. Nautin eru mjög víga- leg, þau hafa svo mikil horn, að þau eru vaxin saman í þykkan beinskjöld um ennið þvert, og sagt er að þau séu mjög huguð og einbeitt dýr, sem láti sér ekki allt fyrir brjósti brenna sé á þau ráðist. Eftir sögusögnum veiðimanna að dæma, hvað vera hættulegra að elta ólar við buffla og nashyrninga en við ljón og tígrisdýr. Eitt af einkennilegustu dýrum heimsins, gíraffinn, á nú ein- ungis heima í Afríku. Á nýju öldinni hefir heimkynni hans ver- ið miklu víðáttumeira en nú, það hefir þá náð yfir mikinn hluta af Evrópu og Asíu, auk Afríku, en þegar maðurinn kom til sög- unnar var hann allstaðar fallinn í valinn nema í Afríku, þar var hann víða. Síðan hvítir menn komu þangað hefir honum þó farið stórum hrakandi, og er nú einungis á frekar takmörkuðum svæðum. Gíraffinn á nú fáa ættingja á lífi, nema ókapann, sem fannst fyrir nokkrum árum í Mið-Afríku. Hann er dálítið líkur gíröffum í vaxtarlagi, en all-einkennilegur á lit, því að hann er rauður, með svartröndótta fætur. Um fílana og þróunarsögu þeirra skal látið nægja að taka þetta fram. Elzti forfaðir þeirra, og um leið forfaðir sækúnna,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.