Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 82
126 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII>IIIIIIIIMIIIIIIIIIIIII>IIII>II>IIIIIIII1IIIIIIIIIIIIII>IIIIIIIII*>III>I>*
sýki) og sjö misræm (aðeins annar var sjúkur). En af tuttugu og
sjö tvíeggja tvíburum voru aðeins þrír samræmir og tuttugu og
fjórir misræmir. Þannig lítur út fyrir, að tilhneyging til sykur-
sýki sé ættgeng.
Athuganir Diehle’s og Verschuer’s á berklaveiki í 51 eineggja
og 81 tvíeggja tvíburapörum er sérlega athyglisverð. Af þeim ein-
eggja höfðu báðir berkla á sama stað í 69% allra athugaðra, en
bara annar í aðeins 31%. En meðal hinna tvíeggja voru báðir
berklaveikir í aðeins 26 % hinna athuguðu, en annar í 74 %. Þessar
tölur sýna skýrt, að eineggja tvíburarnir eru yfirleitt samræmir,
en þeir tvíeggja áberandi misræmir með tilliti til berklaveiki. En
nýjasta dæmið frá þessu sviði rannsóknanna er um tvo eineggja
bræður, sem ólust upp fjarlægir hvor frá öðrum. Annar þeirra
bjó hjá lækni í Berlín, og lifði ágætu lífi borgarbúa, en hinn var á
sveitabæ í Bayern. Nú eru þeir báðir 27 ára gamlir. En í fyrra
veiktust þeir báðir af berklum í nýrum í sömu vikunni, og við
nánari rannsókn kom í ljós, að skemmdin var á nákvæmlega sama
stað í hægra nýra annars og vinstra nýra hins. Þar eð eineggja
tvíburar eru venjulegast eins og spegilmynd hvor af öðrum, er
þetta dæmi auk hins áðurnefnda nóg til að óhætt sé að fullyrða,
að móttækni fyrir berklaveiki sé að einhverju leyti arfgeng, auð-
vrtað innan vissra takmarka, því að eftir ytri aðstæðum geta
sýklasjúkdómar vafalaust sýkt jafnt mjög móttæka sem lítt mót-
tæka menn, allt eftir því, hve sterk smitunin er.
Ýmsar tegundir geðveiki eru ættgengar, eins og til dæmis hið
svonefnda „schizofreni". Arfgengi þess hafði áður verið athugað
hjá ýmsum ættum, en við rannsókn Luxenburger’s á eineggja
tvíburum, höfðu í 52 tilfellum báðir sjúkdóminn, en annar í að-
eins 11 skipti. Hjá tvíeggja tvíburum fann hann sjúkdóminn að-
eins í þrem tilfellum hjá báðum tvíburunum, en í 47 tilfellum
hjá aðeins öðrum. Ættgengi þessa ægilega sjúkdóms er því vafa-
laust, en ytri kjörin verka líka vafalaust mjög á hann, það sýndu
hin ýmsu stig hans meðal beggja einstaklinganna.
Svipað hefir orðið Ijóst af rannsóknum á ýmsum öðrum geð-
sjúkdómum og á öðrum sálrænum sjúkdómum eins og t. d. niður-
fallssýki (epilepsi). En þó fer því fjarri, að öll sálsýki sé ætt-
geng, og þótt hún sé ættgeng er hún ekki allt af ólæknanleg, en
þó aðeins læknanleg hjá sjálfum sjúklingnum hið ytra, en gengur
jafnt í ætt hans fyrir það.
Það hljómar líkt og æfintýri, en það er vísindalega staðfest, að