Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 50
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
miiiiiiimmimimiiimimiimmiMmiiimiiimmmiiiimimmmiiimiiiimiiiMtiiimmmimimmmmmimmmiiiiiiiiiiiiiiir
staðar á svæðinu, einkum að norðan, eru tamdir hestar, og sum-
ir villtir, en af villihestum er fátt. í gamla heiminum eru taldar
eitthvað fjórar tegundir af hestum, en ein þeirra er þó aldauða
fyrir nokkrum árum. Ein af tegundunum er merkileg að því
leyti, að hún myndar eins konar millilið milli hesta og asna. í
Ameríku hafa hestarnir orðið til á Nýju öldinni, þar finnast
margar og merkar leifar útdauðra tegunda í jarðlögunum, en
um það skal ekki orðlengt hér. Á Nýju öldinni lifðu tapírar
og nashyrningar í Evrópu og Ameríku, enda hafa þeir orðið þar
til og þróazt á meðan á öldinni stóð, sem sérstök grein á stofni
hófdýranna. Yfirleitt hafa hófdýrin staðið með mestum blóma
á Norðursvæðinu nokkru fyrir byrjun Nýju aldarinnar, en síðan
hefir þeim farið sí-hnignandi, heilir flokkar eða ættir hafa dáið
út, nú eru ekki eftir nema fáeinar tegundir, sem eiga heima
langt frá þeim stöðum, þar sem þær að morgni lífs síns urðu
til. Þannig eru nú engir villihestar í Ameríku, tapírar eru að-
eins til á tveimur stöðum á jörðunni, á Indlandi og í Suður-Ame-
ríku, og nashyrningar í Suður-Asíu og Afríku ,enda sýnir þessi
útbreiðsla tapíranna og nashyrninganna, að útbreiðslan fyrr á
tímum hefir verið miklu meiri en nú.
Nl.
Hin enska Fnjóská.
Fnjóskadalur er að mörgu leyti merkileg sveit. Þar mætast
tvenn landshátta-einkenni: Eyfirskur fjallaheimur og þingeyskur
heiðagróður. Tær bergvatnsá fellur eftir dalnum og fossar á hverri
flúð. Beggja megin hennar standa strjálar byggðir bændanna,
fornfálegir bæir á litlum en seigdrjúgum jörðum. Áin er full af
silungi, sem dalbúar veiða lítið sjálfir, þó að þörfin sé brýn fyrir
aukinn afla og betri kost.
Þau tíðindi hafa gerzt nýlega, í sambandi við hina tæru silungs-
á, sem nokkra gagnrýni hafa vakið meðal manna. 'Fnjóskdælingar
hafa með samningi leigt enskum laxveiðamönnum Fnjóská yfir
tuttugu ára tímabil, gegn því, að leiguhafar geri hana laxgenga
á sinn kostnað. En það eru fossar nokkrir sem næst niður við ósa