Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 61
«IIIIIIIIIIIIII||||||||||IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
um, þá vantar ekki heldur grasbítina, þar má meðal annars
telja kengúruna, sem allir þekkja af afspurn. Afturfætur henn-
ar eru mjög sterkir, á þeim gengur hún hér um bil upprétt, og
tekur löng stökk, en unga sína ber kvendýrið í poka framan á
4. mynd. Risa-kengúra (Macropus rufus), nærri á stærð við fullorðinn
mann. Á hinn bóginn eru minnstu tegundirnar ekki stærri en köttur.
brjóstinu. Af kengúru eru til margar tegundir, þær stærstu eru
á stærð við mann. Pokinn, sem þær hafa handa ungunum, er
ekkert sérkenni á þeim, hann hafa flestöll önnur pokadýr, en þó
ekki öll. Ennfremur eru dýr, sem líkjast mjög nagdýrunum í
lifnaðarháttum, til eru hlaupadýr, stökkdýr, dýr, sem geta graf-
ið í jörðu, dýr, sem geta synt í sjó og vötnum, og dýr, sem geta
svifið í lofti. En þrátt fyrir allt þetta, er þó svo margt líkt með
pokadýrunum, að þau eru talin einn ættbálkur, og í skapnaði
standa þau að mörgu leyti neðar öllum öðrum spendýrum. Til