Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 42
86 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
IIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIII111111111111111111IIIIIIIII1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
eru þar engir. Eg hefi þó getið þess fyrr, að áður á tímum lifðu
strútfuglar á þessu svæði.
Af skriðdýrum er mikið. í stór-ánum eru krókódílar, sem heita
gavíalar, einkennilegir vegna þess, að skoltarnir eru langir og
trjónulaga, en annars eru þarna bæði afrískir krókódílar og am-
erískir. Af slöngum, eðlum og skjaldbökum er einnig margt. Það
væri ef til vill ástæða til þess að nefna á nafn eina tegund af eðl-
um, aðeins vegna þess, að hún heitir dreki. Hún hefir húðfellingar
miklar, sem hún getur svifið nokkuð með, en er lítil vexti, svo að
þar getur ekki verið að ræða um dreka þá, sem nefndir eru í rím-
um og þjóðsögum.
Því hefir lengstum verið haldið fram, og það með réttu, að marg-
ir og miklir straumar hafi komið hingað til Evrópu að austan, frá
Asíu, bæði þjóðflokkastraumar, menningarstraumar og trúar-
brögð; en það má segja um þetta sem svo margt annað, að gjöf
skal gjaldast ef vinátta á að haldast, enda er það nú mikils til víst,
að Indverska svæðið, eða kjarni hinnar suðrænu Asíu, hefir fengið
mikla og merkilega stofna af dýrum að norðan fyrr á tímum. Á
einum stað í Himalajafjöllunum sunnanverðum, staðurinn heitir
Sivalik, hafa fundizt merkileg jarðlög frá því seint á Nýju öldinni.
Jarðlög þessi sýna okkur greinilega hvernig dýralífi hefir verið
háttað á svæðinu, sem eg nú hefi lýst, á þessum tímum, seinna
hefir verið hægt að fylgja þessum sömu lögum alla leið vestur að
Belutsjistan, langt inn í Kína og Japan, og alla leið suður að
Sundaeyjum, og alls staðar hafa fundizt í þeim leifar dýra. Enn-
þá merkilegra er það, að alveg samskonar lög hafa fundizt í Evrópu
frá sama tíma, og af því er auðséð, að á nýju öldinni hefir dýra-
líf um alla Evrópu og Asíu verið mjög líkt, enda hafa Himalaja-
fjöllin þá verið miklu lægri en nú, og því ekki sá „Þrándur í Götu“
fyrir ferðum dýranna og nú á dögum. Á Indlandi lifðu þá ýmsar
tegundir dýra, sem nú eru fyrir löngu úr sögunni eins og til dæm-
is sverð-tígrisdýrið, og hin risavöxnu klaufdýr, Sivadýrið og
Bramadýrið. En auk þeirra, og auk margra annara tegunda, sem
nú eiga heima í Indlandi, voru þar þá til dæmis apar, sem nú eiga
heima í Afríku; þar voru þá hirtir, antilópar, gíraffar, geitur og
nílhestar. Þarna hefir verið blómaöld fyrir spendýrin, nokkuð
fyrir Istímann; þarna hafa margar þeirra ættkvísla, sem nú eru
algengar, víðsvegar um heiminn, orðið til, eða öllu heldur, þarna
hefir farið fram lokapáltturinn í sköpun þeirra. Þarna hafa þá