Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 77

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 77
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 121 .iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim Hvernig er unnt að gera út um það í hverju einstöku tilfelli, hvort um eineggja eða tvíeggja tvíbura er að ræða? Eitt er auð- skilið: Ef tvíburarnir eru drengur og stúlka, eru þeir vafalaust tvíeggja; á Norðurlöndum eru slíkir tvíburar 35% allra tvíbura. Það, sem eftir er, eru svo tvíburar af sama kyni. En hvernig er hægt að skilja þá að? Lengi framan af var álitið, að hægt væri að dæma það eftir fósturhimnunum. Fóstrið liggur í tveim himnum, sem við getum nefnt innri og ytri fósturhimnu. Tvíeggja tvíburar liggja ætíð í aðskildum himnupörum, nema því aðeins, að þær hafi vaxið sam- an á síðari stigum meðgöngutímans. Og svo var almennt álitið, að eineggja tvíburarnir hefðu ætíð sameiginlegar fósturhimnur. Það hafa þeir líka í fjölmörgum tilfellum, en nákvæmar rann- sóknir þjóðverjanna Curtins og Lassen hafa leitt í ljós, að þetta er langt frá því að vera algild regla. Ef skiptingin skeður mjög snemma, við fyrstu skiptingar fóstursins, fær hvor aðili sínar fósturhimnur. Skipting skömmu síðar veldur því, að hvort fóstur er umlukið sérstakri innri fósturhimnu, en sú ytri er sameigin- leg. Og enn seinni skipting er orsök þess, að báðar himnurnar verða sameiginlegar. Þegar þannig stendur á, er aðeins hægt að gera út um það, hvort tvíburarnir eru eineggja eða tvíeggja, með því að bera þá ná- kvæmlega saman. Við það er notuð hin svonefnda jafningjapróf- un, sem byggist á aðferð, er Þjóðverjinn Siemens fann upp og landi hans, von Verschuer bætti mjög. Fjölmargir ættgengir eig- inleikar beggja einstaklinganna eru bornir nákvæmlega saman, og þó helzt þeir eiginleikar, sem eru mjög tilbreytilegir meðal þeirrar þjóðar, er tvíburarnir teljast til; því að því meiri til- breytni, sem erfðir eiginleikanna eru, því minni líkur eru til, að tvíeggja tvíburar hljóti nákvæmlega sömu eiginleika að erfðum. Þess vegna athuga vísindamennirnir lit og lögun hársins, takmörk þess í enni og hnakka, sveipi, lögun, lit og þykkt augnabrúnanna, augnalit, hörundslit, freknur, lögun nefs, vara og augna, stöðu tannanna, tungurákir, andlitsfall. Og auk þess fingraför, ýmis hlutföll líkamans og í nokkrum tilfellum blóðflokka. Oftast liggur lausnin opin þegar búið er að bera nokkra ytri eiginleika nákvæmlega saman. Sumir tvíeggja tvíburar geta verið svo líkir, að hægt sé að álíta þá vera eineggja við fyrstu sýn, en séu hinir ýmsu einkennandi eiginleikar bornir kerfisbundið sam- an, rekst maður á ósamhljóðun í einhverjum þeirra, sem taka af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.