Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 59
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 103
iiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmiiiiiiiiiiiiiimmmiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii
Þverskurður af bol vanalegrar aspar og risaaspar.
urinn, veittu stöðinni í Svalöf ríflegan styrk til að leita sem bezt
að risaöspum um alla Svíþjóð og athuga gaumgæfilega hið vænt-
anlega gagn þeirra fyrir iðnreksturinn.
Veturinn 1936—’37 fann Yngve Melander, sem stundar nám
í erfðafræði við háskólann í Lundi, nyrzta risaasparlundinn, sem
enn hefir fundizt. Hann vex við Vittjárv, sem er í norðvestur
frá Boden í Norðurbotni. Sú risaösp myndar stóran lund og er
karlkyns, eins og allar hinar, en er miklu fagurlegar vaxin en
nokkur þeirra. Og um síðustu jól fann sami maður á svipuðum
stað annan lund af risaöspum, kvenkyns, en það er eina kvenkyns
risaöspin, sem enn er þekkt í Svíþjóð og þar með í veröldinni.
Árshringir þeirra þarna norður frá eru talsvert þynnri en við
Bosjöklaustur, en hlutfallið milli þykktar árshringanna á risa-
ösp og venjulegri blæösp er það sama norður í Norðurbotni og
suður á Skáni.
Það er frá þessum norðlæga stað, sem risaaspirnar, er eiga að
verða forfeður allra íslenskra risaaspa með tímanum, eiga að
koma, enda eru öll skilyrði norður þar í ætt við náttúruskilyrðin
hér, nema rekjan og sjávarloftið. Sumarið íslenzka er að vísu
votara og svalara og veturnir hlýrri, en vorin kaldari en í Norð-
urbotni, en risaöspin springur allra trjáa síðast út á vorin og