Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 80
124 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
En hversvegna leggja vísindin stund á tvíburarannsóknir, hvers-
vegna leggja þau svona mikla áherzlu á að leiða í Ijós, hvort vissir
tvíburar eru komnir úr einum eða tveimur eggjum? Það er vegna
erfðarannsóknanna hjá manninum. Það er ekki hægt að gera til-
raunir með menn eins og jurtir eða dýr til að komast að því,
hvort vissir eiginleikar eru ættgengir eður ei. Og ef vel lætur,
getur sami vísindamaður aðeins athugað sjálfur 3—4 ættliði í
sömu fjölskyldu. Á þann hátt hefir vísindunum samt tekizt að
sanna ættgengi ýmissa eiginleika og sjúkdóma. Svo framarlega
sem eiginleikinn, sem athuga skal, erfist eftir einföldum lögmál-
um, er slík rannsókn frekar auðveld, eins og til dæmis ef um er að
ræða deyandi sjúkdóma eða vanskapnaði ýmissa tegunda. En allur
þorri einkenna og eiginleika mannsins eflist eftir mjög flóknum
reglum, auk þess sem hin ytri skilyrði, umhverfið, getur haft á-
hrif á þá, en hve mikil, er okkur óljóst enn. f slíkum tilfellum er
rannsókn ætíð mjög erfið eða jafnvel ógjörleg. En ef við hefðum
menn, sem væru nákvæmlega eins að öllum sínum arfgengu eigin-
leikum, gætum við athugað þá báða og borið rannsóknirnar sam-
an og ákveðið þannig arfgengi ýmissa eiginleika og sjúkdóma.
Slíkir menn eru eineggjatvíburarnir.
Venjulega eru tvíburar mismunandi kynja ekki nothæfir til
rannsókna, vegna þess að mismunur kynjanna gerir allar athugan-
ir erfiðari viðfangs. En samanburður á tvíeggja og eineggja tví-
burum sama kyns sker oft úr um arfgengi ýmissa eiginleika eða
galla, svo framarlega sem þeir eru ekki mjög algengir meðal þeiri'-
ar þjóðar, er tvíburarnir heyra til. f stuttu máli sagt: Ef viss
hópur af eineggja tvíburum hefir sama eiginleika hjá báðum ein-
staklingunum en álíka hópur hefir sama eiginleika oftast aðeins
hjá öðru systkininu, eru sterkar líkur til þess, að eiginleikinn
sé arfgengur. Og við rannsókn hans sést um leið, hvaða áhrif um-
hverfið getur haft á hina ýmsu eiginleika mannanna.
Á þennan hátt hefir komið í ljós, að líkamshæðin er að mestu
ættgeng, en á þyngdina verkar umhverfið mjög. Lögun eyrna-
broddanna er t. d. mjög arfgeng, en ytri skilyrði geta breytt
hinum svonefnda Darxínsbroddi mjög. Tvíburaaðferðin hefir
sannað, að ýmsir eiginleikar mannsins eru arfgengir, og þar með
bent á, hvaða eiginleika beri að athuga, er ákveða skal skyldleika
ýmissa manna og kvenna.
Tvíburarannsóknirnar hafa líka verið notaðar í sambandi við
sálfræðina. Þjóðverjinn Frischeisen—Köhler hefir til dæmis at-