Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 75
'iiiiiiiiiimmimiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii,iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiimiimiimiiiiiiiiiimiiiiiiiii
út í mjög langa trjónu, en þó eru tennurnar merkilegastar,
vegna þess, hvernig þær eru gerðar. Þær líkjast nefnilega lítið
tönnum annarra spendýra, heldur minna þær mest á sexstrend-
ar basaltsúlur. í munninum er mjög löng tunga, en með henni
veiða dýrin termíta, sem eru aðalfæða þeirra. Jarðsvínin eru nú
einungis til á meginlandi Afríku, en áður hafa þau einnig verið
á Madagaskar, eftir leifum að dæma. í Persíu hafa einnig fund-
izt leifar, og loks í Frakklandi.
11. mynd. Hreisturdýr (Manis pentadactylus), 130 cm. á lengd.
Annar tannleysingjaflokkur á einnig heima í Afríku, en hann
er hreisturdýrin. Þau hafa hlotið nafn af því, að hornlag húðar-
innar hefir ummyndast í skaraðar hornplötur, sem eru dýrinu
til varnar, ekki sízt gegn útgufun. Hreisturdýrin eiga einnig
heima á Indlandi, eins og síðar skal verða minnst, þau lifa á
maurildum og termítum.
í Afríku er til fjöldinn allur af nagdýrum, ekki sízt rottum
og músum. Þar eru íkornar, eins og þeir, sem einnig eiga heima
í Evrópu. En þar eru líka aðrir að því leyti frábrugðnir, að þeir
lifa mestmegnis á jörðinni, en ekki í trjám, og loks eru þar í-
kornategundir, sem geta svifið góðan spöl á húðfellingum, þeg-
ar þeir stökkva niður úr trjám, hver veit nema að úr þeim verði
seinna, ef þeim endist aldur, fljúgandi flokkur spendýra, eins
og leðurblökurnar. Annars er fjöldinn allur af ýmsum öðrum
nagdýrum, en hér er ekki rúm til þess að gera þau frekar að
umtalsefni.