Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 85
'II ■ 111 ■ 1111111111111111111M1 1111111111111111111111111111111111111111111111II1111111 ■ 1111.111111II11111111111111111111111111111111111111111111111
verska svæðið, það er hálfapi, sem á latínu heitir Tarsíus, mjög
fáránlegur í vexti, vegna þess að afturfæturnir eru mjög langir,
og á tám þeirra eru heftiflögur. Hann lifir nær því eingöngu á
skordýrum og ýmsum öðrum smádýrum, en ekki á aldinum, eins
og flestir aðrir apar. Á afríska svæðinu urðu fyrir okkur tvær
tegundir mannapa: górillan og shimpansinn. Á Indverska svæð-
inu lifa svo hinir tveir mannaparnir, sem nú eru til í heiminum,
en þeir eru órangútaninn og gibbónarnir. Gibbónarnir eiga heima
á Austur-Indlandi og Sundaeyjum; frá öðrum mannöpum eru þeir
auðþekktir á því, hvað þeir hafa langa handleggi. Þeir hafast ein-
vörðungu við í skógum, og lifa mest á fæðu úr jurtaríkinu, eins
og aldinum, blöðum og ungum greinum, en einnig að nokkru leyti
á eggjum, og ef til vill ýmsum smádýrum. Órangútaninn er ekki
líkt því eins útbreiddur eins og gibbónarnir; hann er einungis í
rökum frumskógum á eyjunum Borneó og Súmatra.
Um spendýrin má annars geta þess, að pokadýrin ná rétt inn í
svæðið, þar sem eru takmörk þess og eyjaheimsins; í stórfljótun-
um lifa höfrungar, en selir eru alls ekki til, neins staðar við strend-
urnar. Á hinn bóginn lifir ein tegund sækúa í Indverska hafinu.
Á Indverska svæðinu er geysilega mikill fjöldi af fuglum, ef til
vill meiri en nokkurs staðar annars, nema þá ef það skyldi vera
í Suður-Ameríku. Fyrst og fremst eru þar margar tegundir, sem
þekktar eru úr Evrópu, til dæmis krákur, starar, spætur, þrestir,
svölur og margar fleiri tegundir; í öðru lagi eru þar einnig margar
afrískar tegundir, svo sem vefarar, hunangsætur, hornfuglar,
og margar aðrar, og loks er fjöldi tegunda, sem hvergi eru til
utan svæðisins. Þar eru til dæmis söngstararnir og hinir svo
nefndu breiðnefir, sem gera sér mjög einkennilegt, flatt hreiður,
sem þeir festa með viðjum í greinar trjánna. Aðra fuglafloltka
tvo verður að nefna, vegna þess að þeir eru heimsfrægir fyrir
hreiðurgerð sína. Annar þeirra er klæðskerinn, sem svo er nefnd-
ur; hann býr sér til hreiður úr bómull, en vefur blaði utan um, og
saumar það saman með þómullarþráðum, sem hann hefir sjálfur
gert. Hinn er svölutegund, sem býr hreiður sitt til mestmegnis úr
munnvatni sínu, eða með öðrum orðum úr ,,foglshráka“, svo að
eigi hefir hráki þessa fugls verið notaður í bönd Loka. Hreiður
þessi eru æt, og þykja mesta sælgæti. Ýmsir fuglar eru á svæðinu,
en nú hefi ég nefnt þá helztu. Þar er mikið af ýmsum ránfuglum,
þar eru bankvíahænsni, páfuglar og margar fleiri, en strútfuglar