Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 85 'II ■ 111 ■ 1111111111111111111M1 1111111111111111111111111111111111111111111111II1111111 ■ 1111.111111II11111111111111111111111111111111111111111111111 verska svæðið, það er hálfapi, sem á latínu heitir Tarsíus, mjög fáránlegur í vexti, vegna þess að afturfæturnir eru mjög langir, og á tám þeirra eru heftiflögur. Hann lifir nær því eingöngu á skordýrum og ýmsum öðrum smádýrum, en ekki á aldinum, eins og flestir aðrir apar. Á afríska svæðinu urðu fyrir okkur tvær tegundir mannapa: górillan og shimpansinn. Á Indverska svæð- inu lifa svo hinir tveir mannaparnir, sem nú eru til í heiminum, en þeir eru órangútaninn og gibbónarnir. Gibbónarnir eiga heima á Austur-Indlandi og Sundaeyjum; frá öðrum mannöpum eru þeir auðþekktir á því, hvað þeir hafa langa handleggi. Þeir hafast ein- vörðungu við í skógum, og lifa mest á fæðu úr jurtaríkinu, eins og aldinum, blöðum og ungum greinum, en einnig að nokkru leyti á eggjum, og ef til vill ýmsum smádýrum. Órangútaninn er ekki líkt því eins útbreiddur eins og gibbónarnir; hann er einungis í rökum frumskógum á eyjunum Borneó og Súmatra. Um spendýrin má annars geta þess, að pokadýrin ná rétt inn í svæðið, þar sem eru takmörk þess og eyjaheimsins; í stórfljótun- um lifa höfrungar, en selir eru alls ekki til, neins staðar við strend- urnar. Á hinn bóginn lifir ein tegund sækúa í Indverska hafinu. Á Indverska svæðinu er geysilega mikill fjöldi af fuglum, ef til vill meiri en nokkurs staðar annars, nema þá ef það skyldi vera í Suður-Ameríku. Fyrst og fremst eru þar margar tegundir, sem þekktar eru úr Evrópu, til dæmis krákur, starar, spætur, þrestir, svölur og margar fleiri tegundir; í öðru lagi eru þar einnig margar afrískar tegundir, svo sem vefarar, hunangsætur, hornfuglar, og margar aðrar, og loks er fjöldi tegunda, sem hvergi eru til utan svæðisins. Þar eru til dæmis söngstararnir og hinir svo nefndu breiðnefir, sem gera sér mjög einkennilegt, flatt hreiður, sem þeir festa með viðjum í greinar trjánna. Aðra fuglafloltka tvo verður að nefna, vegna þess að þeir eru heimsfrægir fyrir hreiðurgerð sína. Annar þeirra er klæðskerinn, sem svo er nefnd- ur; hann býr sér til hreiður úr bómull, en vefur blaði utan um, og saumar það saman með þómullarþráðum, sem hann hefir sjálfur gert. Hinn er svölutegund, sem býr hreiður sitt til mestmegnis úr munnvatni sínu, eða með öðrum orðum úr ,,foglshráka“, svo að eigi hefir hráki þessa fugls verið notaður í bönd Loka. Hreiður þessi eru æt, og þykja mesta sælgæti. Ýmsir fuglar eru á svæðinu, en nú hefi ég nefnt þá helztu. Þar er mikið af ýmsum ránfuglum, þar eru bankvíahænsni, páfuglar og margar fleiri, en strútfuglar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.