Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 91 tiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimimiiimmiiMiimiiiiiiimiimiimiiiimimiiiiiiiiimimiiimmmmiimiiimimiimii J)ótt leðurblökurnar séu heimsdreifðar, vantar þær þó í norð- lægustu löndum, þó að þar sé sægur af skordýrum á meðan á sumrinu stendur. Orsökin er líklega sú, að sumarið er svo stutt, að dýrin geta ekki búið sig undir hinn langa vetur, eins og nauð- synlegt er. Af nagdýrum er mikið, allstaðar á svæðinu. Fjölda margar tegundir eru sameiginlegar, eða þá að skyldar tegundir eru hvor í sinni heimsálfu. Hér nægir að nefna héra, íkorna, bjóra, stökk- mýs, rottur og mýs. Hins vegar eru til margar tegundir í Evrópu eða í gamla heiminum yfirleitt, sem ekki eru til í þeirri nýju, og sömuleiðis eru til margar tegundir í Ameríku, sem ekki eru til í Evrópu. Af amerískum tegundum vil ég nefna preríuhundana, sem eru á stærð við hálfstálpaðan kettling, og lifa á preríum og sléttum á hálendinu. Þar er einnig bísamrottan, sem gefur af sér verðmæt skinn, fjallabjórar og trjágeltir. í Evrópu eru aftur á móti blindgeltir, heslijnýs, blindmýs og kjarrmýs, en engin þeirra dýra eru til í Ameríku. Loks má telja hánorrænar tegund- ir nagdýra, eins og til dæmis snæhérann og læmingjann, sem eiga heima í báðum heimsálfunum, í kuldabelti því, sem tengir þjær að norðan. Merkileg er útbreiðsla snæhérans. Hann á heima í norðurhluta Norður-Ameríku, á Grænlandi, í norðanverðum Noregi og Svíþjóð, en einnig á Skotlandi, í Alpafjöllum, Pýr- eneafjöllunum og Kákasusfjöllunum. Af þessu er það ljóst, að heimkynni þessarar hérategundar er slitið í sundur, þar sem hún lifir suður á Skotlandi, Spáni og Kákasus, og skýringin á þessu fyrirbrigði er Istíminn, sem einu sinni gekk yfir norður- heim. Þegar ísbreiðan náði sem lengst suður á bógnn, hafa snæ- hérarnir lifað við suður-jaðar hennar, en þegar hlýir tímar fóru í hönd, og ísinn fór að leysa, skiptist stofninn í flokka, sumir flokkarnir fylgdu ísnum til norðurs, en aðrir héldu upp í fjöllin, en brátt dró í sundur með flokkunum, eftir því, sem ísröndin færðist lengra norður og upp í fjöllin, og þess vegna er stofninn nú jafn slitróttur og hann er. Flest öll rándýrin á Norðursvæðinu eru þau sömu vestan hafs og austan, t. d. gaupur, stærstu dýr af kattarættinni, sem til eru á Norðurlöndum, greifingjar, refir og úlfar. Sumar af þessum tegundum eru nú smátt og smátt að tína tölunni, eins og til dæmis úlfurinn, sem fyrr á öldum var miklu algengari víðs- vegar um Evrópu og Ameríku, en hann er nú. Það eru ekki nema fáeinir mannsaldrar síðan hann var í Danmörku, en nú hefir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.