Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 71
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
115
snemma. En við það verða þær oft veigalitlar og uppskeran lítil.
Þarf því að sá snemma til þeirra. Kartöflur vaxa bezt, þegar
birtan er um 12 tíma á sólarhring. Hjá tegund, sem var reynd
við þau birtuskilyrði, voru kartöflurnar 1,9 kg. en kartöflugrasið
1,1 kg. En þegar birtan var 18—19 tímar urðu kartöflurnar að-
eins 1,8 kg. en grasið 2,5 kg. Svo öflug eru áhrif birtunnar.
Hitastigið hefir auðvitað einnig mikil áhrif á blaðvaxtar- og
blómgunartímann. Þegar vor- og vetrarsáðkorni er sáð að vor-
inu, þroskast vorsáðið eðlilega og ber blöð og blóm, en vetrar-
sáðjurtirnar bera aðeins blöð. Vetrarsáðið þarf að verða fyrir
kuldaáhrifum svo það geti blómgast. Kuldinn hefir áhrif á með-
an á spírun stendur og nokkurn tíma á eftir. Sé því t. d. vetrar-
byggi sáð að vorinu á köldum stað við 0°—1° og síðar sett út á
vaxtarstaðinn, þá þroskast það sem vorbygg. Hinn lági hiti í viku
til hálfan mánuð flýtir mjög fyrir blómgun og axmyndun. Kím-
plöntur af „Artiskok“ eru lagðar á ís til að flýta fyrir blómgun.
Þessar örvunaraðferðir hafa einkum Rússar hagnýtt sér í stór-
um stíl (Yarowisation). Svíar, Ameríkumenn o. fl. þjóðir gera
einnig víðtækar tilraunir með þessi birtu- og kuldaáhrif og með
góðum árangri. Hér á landi er Klemens á Sámsstöðum byrjaður
á slíkum tilraunum. Hér er sumarið stutt. Getur því vaxtarörvun
korns haft stórkostlega þýðingu. Sé hægt að láta kornið þroskast
á 10—12 daga skemmri tíma en nú, yrði kornræktin örugg í flest-
um sveitum landsins. Loks má nefna að við skort á köfnunar-
efni dregur úr blaðvextinum, en plönturnar blómgast þá fyrr en
ella. Birtan hefir einnig áhrif á dýrin. Nokkrir starar voru hafðir
í búri. Þegar ljós var látið skína á þá frá sólarlagi til miðnættis,
mynduðust í þeim kynfrumur um háveturinn, en það er óvenju-
legt. Hinsvegar mynduðust engar kynfrumur í störunum að vor-
inu ef ekki var haft bjartara á þeim en sem svarar vetrardaga-
birtu á Englandi. En þar voru tilraunirnar gerðar. Sumir álíta
jafnvel, að birtubreytingar vor og haust eigi einhvern þátt í því
hvenær farfuglar leggja af stað í ferðir sínar. Er af öllu þessu
augljóst, að áhrif birtunnar eru mikil og margvísleg.
Ingólfur Davíðsson.
Heimildarrit:
D. Muller: Daglængdens Virkning paa Planterne („Naturens Verden“,
júlí 1934).
Georg Borgström: Nordisk Familjeboks Manadskronika í febrúar 1938.
8*