Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 65
llllllllllllllllll||||||||||||||lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll>lllll■llll■l>■■ll■ll■■>■■■ll■■llll
fara þó skógarnir smáminkandi, og víkja sess fyrir grasivöxnum
sléttum, er á þurrkatímanum líta út sem dauðar merkur, en
íklæðast glitrandi blómskrúði um regntímann. Fyrir sunnan
skógana miklu eru einnig miklar sléttur, með skóglendi á víð og
dreif. Fyrir sunnan þrítugustu gráðu suðlægrar breiddar byrja
steppurnar fyrir alvöru, það er Argentínu-sléttan Pampas, en þar
fyrir sunnan er klettaland Patagóníu, og allra syðst eru skógar
Eldlandsins. Fyrir vestan fjallgarðinn eru skógar, með minni
háttar steppum og eyðimörkum.
Það er talið víst, að vagga pokadýranna hafi staðið í Suður-
Ameríku, að þar hafi þau orðið til síðast á miðöldinni. Þegar
bezt lét, hafa þau staðið með allmiklum blóma, og snemma
dreifst eftir þeirri landbrú, sem fyr er getið, til Ástralíu, þar sem
þau áttu mikla framtíð fyrir höndum. Margar tegundir eru nú
útdauðar. Þau hafa einnig dreifst norður á bóginn, sum þeirra
eiga nú heima alla leið norður undir Kanada, eða jafnvel í Kan-
ada, og til Evrópu hafa þau einnig komist, enda þótt þeim entist
7. mynd. Letidýr (Choloepus didactylus), um 70 cm á lengd.
5