Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 49
<11111111.Illlllíllllllllllll..
Um útbreiðslu dýranna á jörðunni.
Frh. III. Loftslag.
Lengi fram eftir héldu menn því fram, að loftslagið væri
það aðalafl, sem stemdi stigu fyrir þrifum dýranna eða gæfi
þeim vöxt og viðgang, þar sem það væri hentugt. En eins og
nú skal verða sýnt, er þetta ekki að öllu leyti rétt. í fyrsta lagi
verðum við að gera greinarmun á þeim dýrum, sem hafa mis-
heitt eða kalt blóð, eins og flest öll dýr hafa, og hinum, sem
hafa jafnheitt, eða heitt blóð, en þau eru spendýr og fuglar.
Manni skyldi nú virðast, að dýr með jafnheitu blóði stæðu mun
betur að vígi með að skapa sér heimkynni, þar sem þau geta
haldið líkamshita sínum innan ákveðinna marka, og þar með
haldið lífsstörfunum áfram, hvort sem heitt er eða kalt, en þetta
er aðeins að sumu leyti rétt. Verði nefnilega hitinn eða kuldinn
of mikill, bilar það líffærakerfi, sem temprar líkamshitann, en
það hefur vanalega dauðann í för með sér. Á hinn bóginn verð-
ur að taka tillit til þess, að ýmsar tegundir dýra þola hitabreyt-
ingar mjög misjafnlega v.el, því að sum dýr geta einungis þrifizt
þar sem hitinn er innan glöggra marka allt árið, eins og til dæm-
is mannaparnir, en önnur geta lifað við mjög mismunandi hita,
en þar má nefna tígrisdýrið, sem dæmi. Heimkynni þess nær
nefnilega alla leið frá h.inum steikjandi hita S.-Asíu norður í Sí-
beríu. Yfirleitt má þó segja, að dýralífið sé fjölskrúðugast á
þeim stöðum, þar sem loftslag er nokkurn veginn jafnheitt, eða
sem við köllum eyjaloftslag, en yfirleitt fáskrúðugt þar sem
mikill er munur sumars og vetrar, þar sem meginlandsloftslag
ríkir.
Að sjálfsögðu koma ýmsir aðrir liðir loftslagsins en einmitt
hitastigið til greina, en þar má fyrst og fremst nefna rakann,
en þó hefur reynslan sýnt, að hann hefur ekki eins mikla þýð-
ingu fyrir dýrin eins og hitinn, eða eins og hann hefur fyrir
plönturnar.
IV. Ferðir og tálmanir.
Við höfum nú séð, hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi
til þess að einhver dýrategund geti þrifizt á einhverjum stað:
Nægileg fæða við hæfi dýrsins, en hiti og raki innan ákveðinna
4