Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 70
114 náttúrufræðingurinn
að blöðin falla af trjánum. Hitinn er hér eklti einráður. Líka rná
flýta fyrir laufgun með því að láta ljós skína á brumhnappana.
Birtan virðist jafnvel hafa áhrif á frostþol plantna. Suður í
löndum þrífast ýms tré í köldu loftslagi hátt til fjalla. En séu
þau flutt norður á bóginn á staði sem hafa sama hita og þau
áður áttu að venjast, þá þrífast þau ekki vel. Þetta hefir verið
mikið athugað í Rússlandi.
Tré frá fjöllunum á Krím voru gróðursett nálægt Moskva.
En þau helfrusu jafnan á veturna. Þá var það ráð tekið að
minnka við þau birtuna. Við þetta jókst frostþol þeirra og þoldu
þau síðan vel vetrarkuldana hjá Moskva. Vegna áhrifa birtunnar
geta aðeins ónæmar plöntur orðið alheimsborgarar. Skammdegis-
plöntur þrífast bezt í hitabeltinu og langdegisplöntur í því tempr-
aða. Birtan hefir því hönd í bagga með útbreiðslu plantnanna.
Reglulegar langdegisplöntur bera t. d. aldrei blóm í hitabeltinu;
aðeins blöðin vaxa. Afbrigði sömu tegundar eru oft misjafnlega
birtunæm. Kartöfluafbrigði t. d. eru misjafnlega síðvaxin og
mynda hin síðvöxnu aðallega kartöflur á haustin hér á Norður-
löndum, þegar dimma tekur nótt.
Bygg og hafrar eru langdegisjurtir. Þess vegna geta fáir stuttir
(eða dimmir) dagar eftir spíruna, valdið því að blaðvaxtartím-
inn lengist töluvert.
Hvaða hlutar plöntunnar eru nú birtunæmir? Sprotaendar eru
oft sérlega birtunæmir. Þaðan geta svo áhrifin leiðzt eftir plönt-
unum og kemur hreyfingin t. d. móti birtunni, oft fram á öðrum
stað, svo sem í blaðstilknum. Þannig er oft nóg að láta birtuna
eða myrkrið verka á topp plöntunnar eða á kímblaðsslíðrið.
Það er ekki sama á hvaða tíma sólarhringsins plantan verður
fyrir áhrifunum. Hún er venjulega ónæmust um hádaginn. Birtu-
áhrifanna gætir iðulega löngu eftir að plantan varð fyrir þeim.
Síðari birtubreytingar geta ekki afmáð æskuáhrifin. Ef hirsi er
haft í lítilli birtu í 9 daga á fyrsta vaxtarskeiðinu, verður það
fullþroskað á 24 dögum. Langdegi síðar eftir þessa 9 daga breytir
þessu ekki. Án þessarar myrkurspírunar þarf hirsið 51 dag til
að þroskast við sömu skilyrði að öðru leyti. Það eru hinir rauðu
geislar Ijóssins, sem valda birtuáhrifunum. Ljósmagnið hefir
minni þýðingu en litur ljóssins. Tunglsljós og jafnvel götuljós
geta haft áhrif. Ef til vill myndast sérstök efni (vaxtarhormon)
í plöntunum við áhrif birtunnar. Þegar langdegisjurtunum, byggi,
höfrum og hveiti er sáð seint, blómgast þær fyrr en ella og spíra