Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 16
60 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiiimiiimiimiiiiiiiiiiimiimiimimiiiiiiiiMiiiimiiiiiiiiiiiiiimmmmiiimimiiiiiiiiiiiimiimiiimiiimiimiiiiimiiiiiimi
vilta hundategund, klauf dýr engin, nema þessi eina svínstegund,
tannleysingjar engir, selir engir.
En það sem Ástralíu vantar á einu sviði, hefir hún á öðru. Eng-
inn flokkur spendýra hefir sett jafn greinilegan svip á álfuna
eins og hin svonefndu pokadýr, að nefdýrunum einum undan-
skyldum. Við hlið nefdýranna eru pokadýr einkennisdýr álfunn-
ar, og hvergi til nema þar, nema hvað tveir ófullkomnir flokkar
pokadýra eru til í ameríku, en þá vantar aftur í Ástralíu. 1
Ástralíu eru taldar um eitt hundrað og þrjátíu tegundir af poka-
dýrum, mjög mismunandi að stærð, útliti og í lifnaðarháttum.
Þegar spendýrunum er skipt niður í ættbálka eftir útliti, lifn-
aðarháttum og skyldleika, koma fram greinilegar skyldleika-
heildir eins og til dæmis rándýr, öll með tántönn, hófdýr, öll
með hófum, klaufdýr, öll með klaufum, selir, allir með fitjum
á milli tánna o. s. frv., og alveg samskonar samræmi er innan
hvers flokks í aðaldráttum, til dæmis í lifnaðarháttum. Um poka-
dýrin er allt öðru máli að gegna. Það eru að vísu til einkenni,
meira að segja frumleg einkenni, sem tengja þau saman í eina
heild, en á hinn bóginn eru þau hvorki fugl né fiskur, þau eru svo
ólík sín á milli að útliti, og ólík í lifnaðarháttum, að það má
frekar líkja þeim við öll hin spendýrin í einu lagi, heldur en að
gera þau að einum sérstökum ættbálki innan spendýranna. Poka-
dýrin eru í raun réttri dálítið afskræmd spegilmynd af öllum hin-
um spendýrunum. Skygnumst við niður að rótunum á lífstré
spendýranna, virðist stofn hinna frumlegustu og elztu snemma
hafá skotið grein, en hún er nefdýrin. Síðar hefir allur stofninn
kvíslast í tvær miklar greinar, en þó misþroskamiklar, pokadýr-
in annarsvegar, eða öllu heldur hina frumlegustu byrjun til
pokadýra annars vegar, og hina frumlegustu byrjun til annara
spendýra hins vegar. Pokadýrunum var svo fengin Ástralía til
heimkynnis, en hinum flokknum allur heimurinn, nema Ástralía.
Hann hefir haft gýfurlega mikið svæði, og feikna fjölskrúðug
skilyrði, og því er hann nú, eftir áramilljónirnar, orðinn að jafn-
ólíkum dýrum og hundi, hesti og hnýsu, en það eru fyrst og
fremst lifnaðarhættirnir, sem hafa ráðið breytingunum. Poka-
dýrin hafa potað í sínu horni, í því landi, sem forsjónin gaf þeim
til dvalar, einnig þau hafa lifað á mismunandi hátt, og því er nú
munurinn á þeim jafn mikill og hann er. Meðal þeirra eru til
dæmis dýr, sem lifa á ránum, eins og til dæmis pokaúlfurinn,
sem er á stærð við úlf, meðal þeirra eru dýr, sem lifa á skordýr-