Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 57 .111111111111111111111111111111111111111111111 iii iiiiiiiiiimimmimiimiiimiiiiimiiimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii er svo heitt, að hvergi eru jöklar. Innan við fjallgarðinn, inni á meginlandinu, er víðast hvar nokkuð láglent, og jafnaðarlega mjög þurrt. í rigningartímunum hellist vatnið úr loftinu, fyllir alla árfarvegi og vatnsstæði, en mestan hluta ársins eru farveg- irnir þurrir og vötnin orðin að saltflögum. Gróður er mjög mis- jafn. Á norðausturhluta meginlandsins eru frumskógar, annars staðar eru eukalyptusskógar, og sumstaðar eru svæði vaxin háu grasi, eða votlendisflákar. Loftslagið er sumstaðar temprað, eða því sem næst, eins og til dæmis á Nýja Sjálandi, en annars stað- ar er hitabeltisloftslag. Maður skyldi nú ætla, að land með svona mismunandi skil- yrðum, hýsti í skauti sínu fjölbreytt dýralíf, líkt og á sér stað víðast hvar annars staðar, þar sem svipað er háttað, en það er öðru nær en svo sé. Dýralífið í Ástralíu hefir á sér sérstakan blæ. Þegar hvítir menn komu þangað fyrst, fannst þeim skjóta svo skökku við að þeir kölluðu landið öfuga heiminn. Enda höfðu þeir nokkuð til síns máls, ekki sízt ef Ástralía var borin saman við Evrópu, því í Ástralíu voru mennirnir svartir, þar voru fugl- ar, sem ekki gátu flogið, þar voru spendýr, sem verptu eggjum, þar voru svanirnir svartir en ekki hvítir, blöðin á trjánum stóðu upp á rönd, o. s. frv. Það sem einkum sérkennir Ástralíu dýrafræðilega séð, eru hin svonefndu nefdýr. Af nefdýrunum eru til tvær aðal-ættkvísl- ir, breiðnefur og mjónefur, báðar í Ástralíu, en hvergi annars staðar í heiminum. Nefdýrin eru að mörgu leyti frumlegri en öll önnur spendýr í heiminum. Þau fæða ekki lifandi unga, eins og öll önnur spendýr, heldur verpa eggjum. Dýrin eru á stærð við hænu, og eggin eru 12 sentimetrar á lengd, og 10 á breidd. Annað einkenni er það, að líkamshiti þeirra er mun lægri en hjá öðrum spendýrum. Þegar lofthitinn er fimmtán stig, er líkams- hitinn aðeins þrjátíu stig, en getur minnkað að mun, án þess að dýrið saki. Ennfremur hafa dýrin gogg eins og fuglar, hreistur á fótum og ýmislegt í beinbyggingu þeirra er mjög frumlegt, og frábrugðið öðrum spendýrum. Breiðnefurinn á heima á suður- hluta Nýja Hollands og svo í Tasmaníu. Hann lifir við ár og vötn, og grefur sér ganga í bakkana. Gangarnir eru með tveim- ur opum, öðru uppi á bakkanum, en hinu niðri í vatninu. Breið- nefurinn lifir á skordýralirfum, ormum, sniglum, en þó aðallega á einni skeljategund. Hann hefir breiðan gogg eða nef, alklætt mjúkri húð, en í munninum eru einskonar hornjaxlar, einn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.