Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 12
56 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*
eins og við getum nefnt það, það kallast á vísindamáli holarctica.
Það nær yfir norðurhluta Afríku, alla Evrópu, og mestalla Asíu
og Norður-Ameríku. Loks er því skipt í Gamla heiminn, eða pale-
arctica, en það er sá hluti svæðisins, sem nær yfir Afríku, Evrópu
og Asíulönd, og Nýja heiminn, Nearctica eða Ameríkuhluta svæð-
isins.
1. mynd. Yfirlit yfir útbreiðslusvæði dýranna í heiminum.
1 Eyjaríkið (Notogea). 2 Nýja ríkið (Neogea). 3 Afríkusvæðið. 4 Ind-
verska svæðið. 5 Gamli heimurinn. 5* Nýi heimurinn.
Það er reyndar langt frá því að fræðimenn séu á eitt sáttir um
það, hvernig skipta skuli heiminum eftir dýralífinu. Þessi skipt-
ing, sem hér er fylgt, er tekin eftir bók prófessors Eosén,
Djurgeografi, hún er nú algengust, og mest notuð.
A. Eyjaríkið (Notogea, Ástralía).
Hér skal nú ekki dvalið lengur við almenn atriði, heldur at-
hugað dálítið dýralífið í mismunandi löndum jarðarinnar, og
byrjað á Eyjaríkinu, Ástralíu. Til Eyjaríkisins telst meginland
Ástralíu, öðru nafni Nýja Holland, og eyjar þær, sem næstar
liggja, ennfremur Pólynesisku eyjarnar, Mólukkueyjarnar og
Papúaneyjarnar.
Enda þótt Ástralía sé sú minnsta af heimsálfunum fimm, gríp-
ur hún þó yfir mikið landflæmi, með mjög ólíku landslagi og
mjög ólíku loftslagi. Meðfram austurströndinni eru fjallgarðar
miklir, sumstaðar yfir tvö þúsund metrar á hæð, en loftslagið