Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 73 ................................................ er tillit til stærðarinnar. Þess er fyrst að geta, að Afríkusvæðið, eins og ég kalla það, nær yfir allan þann hluta Afríku, sem er fyrir sunnan Sahara, en auk þess suðurhluta Arabíu, og eyjuna Madagaskar, sem þó er, þegar um dýralíf er að ræða, að svo mörgu leyti einkennileg, að margir telja hana sérstakt svæði. Víða upp úr hálendi Afríkusvæðisins rísa miklir fjallgarðar. Sumstaðar er landið vaxið miklum frumskógum, einkum með- fram Kongó-ánni og fljótum þeim, sem í hana falla, en þó eru frumskógar Afríku hvergi nærri eins stórkostlegir og frumskóg- arnir í Brazilíu. Víða eru grasi vaxnar sléttur, eða steppur, sum- staðar eru miklar eyðimerkur, hér um bil gróðurlausar með öllu, og nægir þar að nefna Sahara, sem allir þekkja og Kala- hari. Vegna þess hve landið er stórt um sig, og lítið vogskorið, er þar mjög greinilegt meginlandsloftslag, og þar við bætist að nærri því öll álfan er í hitabeltinu. Það er ekki að furða þótt veðrátta sé misjöfn, eftir því, um hvaða lönd álfunnar er að ræða. Sumstaðar eru hellirigningar, mikinn hluta ársins, þar eru frumskógarnir, en á öðrum stöðum kemur varla nokkurn tíma skúr úr lofti, en af því skapast eyðimerkurnar. Og eftir breytileika loftslags og veðráttu fer dýralífið, því að ekki er það síður breytilegt. Einhver frumlegustu spendýr, sem menn þekkja, hafa meðal annars lifað í Afríku síðast á Miðöldinni. Leifar af þeim hafa reyndar einnig fundizt annars staðar, bæði í Evrópu og Norður- Ameríku, en einna mest mun hafa verið um þessi dýr í Afríku, þar hafa þau að öllum líkindum sett svip sinn á dýraheiminn, á meðan að þeirra mátti við. Hvort þau hafa skapast í Afríku, eða annars staðar, ef til vill í norðlægum löndum, er með öllu óráðin gáta. Afkomendur þeirra munu vera nefdýrin, sem nú eiga ein- ungis heima í Ástralíu, og pokadýrin, sem nú byggja Suður- Ameríku og Ástralíu. En frumspendýrin sjálf, sem eru ættfeður þessara tveggja ættbálka, eru nú úr sögunni fyrir löngu, þau hurfu um byrjun nýju aldarinnar. Af þeim dýrum, sem nú byggja Afríku-svæðið, skal fyrst nefna þau frumlegustu, nefnilega skordýraæturnar. Af þeim eru ýmsar tegundir bundnar Afríku, og hvergi til nema þar, þannig til dæmis hinir svonefndu nefotrar, sem svo eru nefndir vegna þess, hversu þeir líkjast otrum að útliti. Sumir þeirra eiga ein- ungis heima á Madagaskar, og eru stærstir allra núlifandi skor- dýraæta, eða um fjörutíu centimetrar á lengd. Önnur tegund,.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.