Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 65
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 109
.lllllllllllll.Illllllllllllllllllllllllllllll.Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll.Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
an fisk, svipaðan ufsa, að ræða, sem og reyndist svo. Það var sem
sé 1 y r, en hann er mjög líkur ufsa, bæði að stærð (þessi var
84 cm. langur), í vexti, er nokkuð stirtlugildari og yfirmynnt-
ari (neðri skolturinn framstæðari en á ufsa) og skrautlegri á
litinn, en aðallega frábrugðinn ufsanum, sem hann er annars
skyldastur, í því, að rákin tekur á sig stóran bug niður á síðuna
undir 1. og 2. bakugganum, en er nærri bein á ufsanum.
Lýrinn er meiri grunnsævisfiskur en ufsinn og heldur sig
einkum á grýttum botni og lifir þar á ýmsum krabbadýrum eða
síli, en getur vel lyft sér upp í sjóinn, ef því er að skipta. Hann
gýtur svifeggjum og seiðin klekjast út við yfirborð, eins og þeg-
ar um aðrar þorsktegundir er að ræða. Hann er veiddur tölu-
vert við England og Noreg en lítið annarsstaðar, en þykir ekki
góður átu, varla betri en ufsinn.
Þessi eini fiskur, sem fékkst í júní, veiddist í ufsadrætti, o:
var þar innan um ufsa, eins og sinn nánasta ættingja. Tæplega
hefir hann verið eini lýrinn, sem hér hefir verið á ferð í þetta
skipti, og ekki er ólíklegt, að hann sé hér oftar, og vil eg biðja
athugula fiskimenn að gá að honum og láta mig vita, ef hans
kynni að verða vart. B. Sæm.
Stórt hænuegg.
I dag kom óvenju stórt hænuegg í verslun kaupfélags Rangæ-
inga að Rauðalæk. Eggið var frá Kvíarholti og vóg 99 grömm.
Iiænuegg af venjulegri stærð vega 50—65 gr.
Rauðalæk, 28. júlí 1938.
Aðalsteinn Teitsson frá Víðidalstungu.