Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 83 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII broddgöltum, leðurblöðkutegund eina, og bana allstóra, hún kall- ast flughundur, ýmsar tegundir af snjáldurmúsum og síðast en ekki sízt, dýr, sem lifir á Austur-Indlandi og hinum stærri af Sundaeyjunum. Það er nærri því á stærð við kött, er skylt skor- dýraætunum, en líkist mjög leðurblöðkum að útliti, en hefir þó ekki verulega vængi, og getur ekki flogið. En á hliðum þess eru húð- fellingar miklar, og getur dýrið með þeim gert löng svif í loftinu, til dæmis þegar að það fer á milli trjáa, eða úr trjám niður á jörðina. Ýmsar aðrar tegundir eru sérkennilegar, og mun þeirra verða getið þegar þar að kemur. Á Indverska svæðinu er mjög mikið af rándýrum, einkum af ætt kattanna. Áður var þess getið, að ljón eru til á litlum bletti vestast á svæðinu, og önnur tegund rándýra af kattaættinni, sem einkum einkennir Afríku, nefnilega hlébarðinn, er einnig allút- breidd á ýmsum stöðum innan svæðisins, og getur verið mjög breytileg að stærð og útliti, eftir því um hvaða stað er að ræða. — Við takmörk Ijónsins austur á bóginn, tekur við önnur skæð- asta rándýrategund heimsins, og ef til vill sú tegundin, sem skæð- ust er talin manninum, sem sé tígrisdýrið. Það á heima víða um Indverska svæðið, nema á nokkrum eyjum, enda er Indverska svæð- ið heimkynni þess, alveg eins og Afríka er heimkynni ljónsins, og Ameríka heimkynni púmunnar. Norður á bóginn kemst tígris- dýrið alla leið norður í sunnanverða Síberíu, þar sem snjór er á vetrum, enda er það mjög harðfengt. Ýms dýr úr kattaættinni, önnur en þau, sem nú hafa verið nefnd, eru á Indverska svæðinu, t. d. hinn svonefndi karakal-köttur, að ógleymdum þeim flokki rándýra, sem nefnast zibetdýr, og ein- kennileg eru fyrir Afríska og Indverska svæðið, en eru ekki til ann- ars staðar í Asíu, né heldur í Evrópu. Á vesturhluta svæðisins er röndótta hýenan, sem annars á heima í Afríku, en alls staðar er mikið af ýmsum rándýrum af hundaættinni, bæði refum, úlfum, hundum og sjakölum.Víða er mikið af björnum.Norðan tilásvæð- inu er brúni björninn, sem annars á heima í Evrópu, þá er dálítið bjarndýr, svart á lit, en hvítt um hálsinn, sem hefst við víða í Kína og í Himalajafjöllunum sunnanverðum, en á Austur-Indlandi og á mörgum eyjum, er lítill svartur björn, sem hvergi er til annars staðar, það er malajabjöminn. Merkilegt er það, að á svæðinu er til ein tegund af ættum hálfbjarnanna, en þeir eru annars einvörð- ungu til í Ameríku. Af svínum eru til ýmsar tegundir á svæðinu, og svipar því að 6*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.