Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 83 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII broddgöltum, leðurblöðkutegund eina, og bana allstóra, hún kall- ast flughundur, ýmsar tegundir af snjáldurmúsum og síðast en ekki sízt, dýr, sem lifir á Austur-Indlandi og hinum stærri af Sundaeyjunum. Það er nærri því á stærð við kött, er skylt skor- dýraætunum, en líkist mjög leðurblöðkum að útliti, en hefir þó ekki verulega vængi, og getur ekki flogið. En á hliðum þess eru húð- fellingar miklar, og getur dýrið með þeim gert löng svif í loftinu, til dæmis þegar að það fer á milli trjáa, eða úr trjám niður á jörðina. Ýmsar aðrar tegundir eru sérkennilegar, og mun þeirra verða getið þegar þar að kemur. Á Indverska svæðinu er mjög mikið af rándýrum, einkum af ætt kattanna. Áður var þess getið, að ljón eru til á litlum bletti vestast á svæðinu, og önnur tegund rándýra af kattaættinni, sem einkum einkennir Afríku, nefnilega hlébarðinn, er einnig allút- breidd á ýmsum stöðum innan svæðisins, og getur verið mjög breytileg að stærð og útliti, eftir því um hvaða stað er að ræða. — Við takmörk Ijónsins austur á bóginn, tekur við önnur skæð- asta rándýrategund heimsins, og ef til vill sú tegundin, sem skæð- ust er talin manninum, sem sé tígrisdýrið. Það á heima víða um Indverska svæðið, nema á nokkrum eyjum, enda er Indverska svæð- ið heimkynni þess, alveg eins og Afríka er heimkynni ljónsins, og Ameríka heimkynni púmunnar. Norður á bóginn kemst tígris- dýrið alla leið norður í sunnanverða Síberíu, þar sem snjór er á vetrum, enda er það mjög harðfengt. Ýms dýr úr kattaættinni, önnur en þau, sem nú hafa verið nefnd, eru á Indverska svæðinu, t. d. hinn svonefndi karakal-köttur, að ógleymdum þeim flokki rándýra, sem nefnast zibetdýr, og ein- kennileg eru fyrir Afríska og Indverska svæðið, en eru ekki til ann- ars staðar í Asíu, né heldur í Evrópu. Á vesturhluta svæðisins er röndótta hýenan, sem annars á heima í Afríku, en alls staðar er mikið af ýmsum rándýrum af hundaættinni, bæði refum, úlfum, hundum og sjakölum.Víða er mikið af björnum.Norðan tilásvæð- inu er brúni björninn, sem annars á heima í Evrópu, þá er dálítið bjarndýr, svart á lit, en hvítt um hálsinn, sem hefst við víða í Kína og í Himalajafjöllunum sunnanverðum, en á Austur-Indlandi og á mörgum eyjum, er lítill svartur björn, sem hvergi er til annars staðar, það er malajabjöminn. Merkilegt er það, að á svæðinu er til ein tegund af ættum hálfbjarnanna, en þeir eru annars einvörð- ungu til í Ameríku. Af svínum eru til ýmsar tegundir á svæðinu, og svipar því að 6*

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.