Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 24
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiii
talið mannskætt. Úlfar eru engir, en villtir hundar eru til. Af
björnum er aðeins til ein tegund, hinn svonefndi gleraugnabjörn,
svartur á lit að mestu, og nokkuð lítill af birni að vera. Á hinn
bóginn er til rándýraflokkur í nýja ríkinu, sem hvergi er til ann-
ars staðar, en hann er hálfbirnirnir. Af þeim má nefna þvotta-
björninn Og nefbjörninn.
Mjög merkilegt dýr er tapírijin, sem hvergi er til nema í Suð-
ur-Ameríku, á Ceylon og í Indlandi. Hann er í raun og veru hóf-
dýr, en þó talinn í ætt við fíla og sækýr. í Suður-Ameríku eru
engir villtir hestar, geitur eða sauðfé, en þar er lamadýrið víða
í Andesfjöllum. Það er tamið og notað til áburðar, eins og líka
alpakadýrið, frænka þess, sem einnig lifir í Suður-Ameríku. Af
því er ullin notuð. Nánustu ættingjar þessara dýra, úlfaldarn-
ir, eru ekki til í Ameríku. Meðfram austurströnd álfunnar,
alla leið frá Rio de Janeiro norður að Florida, og í ám, sem
í hafið falla, er sú tegund sækúa, sem nefnist Manatus,
9. mynd. Sækýr eð.a sænaut (Manatus latirostris), 2—3 metrar á lengd.
þriggja til fimm metra löng dýr, sem hafa bæxli eins og
hvalir, en enga afturlimi. Sækýr eru grasbítir, og lifa á
ýmsum sjávargróðri. Loks má geta þess, að í sumum stórfljót-
unum lifa smáhveli, og í skógum álfunnar er mikið af hálf-
gerðum mannöpum, hinum svonefndu vesturöpum, sem hér koma
í staðinn fyrir austurapana, eða þann flokk apa í gamla heim-
inum, sem mannaparnir teljast til.
Eitt af því, sem einkennir Nýja ríkið, er það, að þar vant-
ar með öllu sauðfé, nautgripi, geitur, antilópa og gíraffa, og
hirtir eru fáir. Yfirleitt er mjög lítið af klaufdýrum og hófdýr-
um þar nú, en einu sinni var öldin önnur. Á Nýju öldinni í jarð-
sögunni voru nefnilega þar uppi tveir miklir ættbálkar hófdýra,
eða eins konar hófdýra, sem nú eru úr sögunni fyrir löngu.
Snemma á miðöldinni komu þeir til sögunnar, þeir virtust hafa
orðið til og þróast fyrst um sinn í Norður-Ameíku, og haldið