Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 63 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ir í jarðholum, en á nóttunni er hann á kreiki til þess að leita sér fæðu, en hún er mest megnis skordýralirfur og ormar. Þar sem kívinn lifir nú, hafa fundist leyfar af aldauða strútfugls- tegund, einhverjum þeim stærsta fugli, sem nokkurn tíma hefir verið uppi. Það var móafuglinn og mun hann hafa verið um f jórir metrar á hæð, eða á þriðju mannhæð. Annars eru tvær aðr- ar ættkvíslir af strútfuglum í Ástralíu, nefnilega emúamir, sem einkum lifa á opnu landi, til dæmis á sandsléttum, og kasúar- amir, sem aðallega halda sig í skógum. Annars eru strútfuglar einungis þekktir frá Suður-Ameríku og Afríku. Áður á tímum hafa strútfuglarnir verið miklu útbreiddari, eftir leyfum að dæma, þá hafa til dæmis lifað fimm metra háir strútfuglar á Madagaskar, strútfuglar hafa þá lifað í Asíu og víðar. Sennilega hafa strútfuglarnir orðið til snemma á Nýju öldinni í Afríku. Þaðan hafa þeir síðan dreifst um alla Afríku og mikinn hluta Asíu, og ef til vill víðar. Nokkrir þeirra hafa líklega farið eftir landbrú frá Afríku til Ameríku og orðið að ættkvísl þeirri, sem nú byggir Ameríku, aðrir hafa haldið eftir eyjaklasa frá Indlandi til Ástralíu, en annars hefir stofninn dá- ið út, að Afríkustrútfuglinum undanskyldum. í Ástralíu er talsvert af skriðdýrum, bæði eðlum, slöngum, krókódílum og skjaldbökum, alveg eins og víðast hvar annars staðar. Á klettaeyjum við Nýja Sjáland lifir enn í dag stórmerki- leg skriðdýrategund, sem ekki getur talist til neins af hinum fjórum flokkum skriðdýranna, allir ættingjar hennar eru fyrir löngu útdauðir, þessi eina tegund virðist standa vörð yfir minn- ingu hinna liðnu. Talsvert er einnig af froskdýrum í álfunni, en einkennilegt er það, að þar vantar með öllu salamöndrur. Um fiskana er fátt merkilegt að segja, annað en það, að í ánum Burnett og Mary á meginlandinu lifir lungnafiskur, sem nefnist Ceratodus. Af lungnafiskum eru nú ekki til nema þrjár tegundir í heiminum, og er ein í Afríku, og önnur í Ameríku, þeirra skal verða minnst seinna. Ættkvísl sú, sem nú á heima í þessum tveimur ám Ástralíu, hefir fyr á tímum haft miklu víðáttumeiri heimkynni, eins og jarðleyfar sýna, hún hefir þá verið dreifð svo að segja um allan heiminn. Það, sem einkum er einkennilegt við dýralífið í Ástralíu, eða Nýja ríkinu, eins og ég hef kallað það, er þetta: Þar eru nefdýr, en hvergi annars staðar. Þar eru pokadýr, en hvergi annars stað- ar nema í Suður-Ameríku. Þar vantar nærri því öll æðri spendýr,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.